- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Upphaf grunnskólagöngu eru mikil tímamót fyrir foreldra og barn. Þá hefst 10 ára samstarf við skólann um menntun og velferð barnsins. Rannsóknir sýna að stuðningur foreldra við nám barna, samvera foreldra með börnum og stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf skilar góðum árangri í forvörnum.
Virknikorti er ætlað að leiðbeina foreldrum og börnum þeirra í samræðum um ákjósanleg viðmið um félagslega virkni og heilbrigt líferni.
Kortið er hér gefið í rafrænu formi. Stuttar leiðbeiningar eru á kortinu og þar eru einnig virkir tenglar sem vísa beint á hagnýtt efni á heilsuvera.is til stuðnings einstökum efnisatriðum.
Til að vinna með virknikortið í spjaldtölvu notið Books smáforritið.
Þjónustugátt
Miðlæg þjónustugátt Kópavogsbæjar auðveldar samskipti íbúa og atvinnulífs við stjórnsýslukerfi bæjarins. Í þjónustugátt er hægt að skrifa umsóknir m.a. um skólavist.
Vefsíður skóla
Á vefsíðum grunnskóla í Kópavogi má finna allar helstu upplýsingar um skólastarf hvers skóla.
Rafræn samskipti foreldra
Hin stafræna bylting hefur valdið umtalsverðum breytingum á möguleikum fólks til samskipta, til dæmis með tölvupóstum, textaboðum, myndboðum og á samskiptamiðlum. Þetta gefur aukin tækifæri til samvinnu og samskipta en mikilvægt er að kunna hvernig á að taka réttar ákvarðanir um slík samskipti. Þegar foreldrar námshóps ákveða að stofna rafrænan samskiptahóp þykir í dag sjálfsagt og eðlilegt að bjóða umsjónarkennara að vera með í samskiptahópnum. Það auðveldar samskipti heimilis og skóla og getur verið vettvangur leiðbeininga, ábendinga og samráðs en jafnframt komið í veg fyrir misskilning í foreldrahópnum um einstök málefni.
Spjaldtölvur nemenda
Allir nemendur í 5. - 10. bekk fá afhenda spjaldtölvu sem þeir nýta í námi sínu í skóla og heima. Í þjónustugátt er að finna skilmála um notkun spjaldtölva sem foreldrar eru beðnir um að undirrita rafrænt þegar nemandi fær spjaldtölvu afhenta.
Nánari upplýsingar til foreldra og um spjaldtölvur má finna á spjaldtölvuvef grunnskóladeildar.
Í Kópavogi eru námsgögn afhent nemendum að kostnaðarlausu og þar á meðal spjaldtölva sem á fyrstu árunum er deilt með 1-2 jafnöldrum. Í 4. - 10. bekk fær hvert barn eigin spjaldtölvu til afnota en í 5. bekk fara þau að koma með spjaldtölvuna og hleðslutæki heim. Skólataska þarf að rúma íþróttafatnað, hollt og gott nesti og aukafatnað ef þarf. Á heimasíðu bæjarins má finna leiðbeiningar til foreldra varðandi spjaldtölvur.
Foreldrarölt myndar tengsl og stuðlar að auknu samtali milli foreldra í hverfinu. Með því að taka þátt í foreldrarölti kynnast foreldrar hverfinu og öðrum foreldrum á annan hátt. Foreldrarölt getur líka haft uppbyggileg og jákvæð áhrif á það félagslega umhverfi sem börn hverfisins búa í. Tilgangur foreldrarölts er meðal annars að kanna hvar unglingahópar halda sig eftir að leyfður útivistartími er liðinn, kanna hvernig ástandið er á þeim og hvað þeir eru að gera.
Handbók um foreldrarölt.
Kópavogsbær býður foreldrum upp á námskeið í foreldrafærni en upplýsingar og umsóknir á námskeiðin er að finna á heimasíðu bæjarins.
Einnig er í boði námskeið fyrir forelda og börn varðandi kvíða, upplýsingar og umsóknir á námskeiðin er að finna á heimasíðu bæjarins.
Fyrirlestraröð R&G. Lykiltölur í lífi barna, um er að ræða fyrirlestra á vegum Rannsóknar og greiningar.
Í Kópavogi eru margir íbúar með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn. Stefnt er að góðu fjölmenningarlegu skóla- og frístundastarfi í öllum grunnskólum bæjarins. Í því starfi er haft að leiðarljósi að öll börn og ungmenni nái árangri í námi og leik, standi vel að vígi félagslega og fái tækifæri til að vera stolt af bakgrunni sínum og menningu.
Gefin hefur verið út bæklingur á íslensku, ensku og pólsku með helstu upplýsingum um skóla- og frístundastarf fyrir þá sem nýfluttir eru til landsins.
Foreldrar geta leitað til kennsluráðgjafa á menntasviði til að fá frekari upplýsingar.
Mikilvægt er fyrir foreldra grunnskólabarna að mæta á foreldrafundi og vera í góðu sambandi við umsjónarkennara barnsins. Gagnkvæmur skilningur og stuðningur um velferð barnsins er sameiginlegt markmið heimilis og skóla.
Kynntu þér rafrænt aðgengi að upplýsingum frá skólanum og kennurum barnsins. Lestrarþjálfun fer að mestu fram heima og er mikilvægt að styðja barnið í þeirri vegferð sem og í öðru námi sem lagt er fyrir það. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel hvernig þeir geta best stutt við barnið sitt í náminu.
Leiðin í skólann
Mikilvægt er að hjálpa barninu að velja alltaf öruggustu leiðina í skólann og fyrir byrjendur í grunnskóla er mikilvægt að kynna skólalóðina fyrir barninu utan skólatíma. Kynntu þér vel lög og reglur um hjólreiðar og rafknúin ökutæki og hvaða reglur gilda í skóla barnsins.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin