Stjórnunarkerfi gæða

Stjórnunarkerfi gæða hjá Kópavogsbæ byggir á ISO 9001 gæðastaðlinum og á skilgreindri gæðastefnu bæjarstjórnar og samþykktum hverju sinni. Gæðastefnan er rýnd og samþykkt árlega af bæjarstjórn og stjórnunarkerfið er einnig rýnt og alþjóðlega vottað árlega samkvæmt ISO 9001 staðlinum af viðurkenndum ytri vottunaraðila bæjarfélagsins.

Eins og segir í gæðastefnu Kópavogsbæjar þá er tilgangurinn með öflugu stjórnunarkerfi gæða að vera í fararbroddi í þjónustu við íbúa bæjarins og aðra þá sem þurfa að nýta þjónustu hans. Með stjórnunarkerfi gæða vill Kópavogsbær einnig koma á gegnsæi í stjórnsýslu sem tryggir öllum sama rétt til þjónustu og að viðskiptavinir með sömu þarfir fái sömu afgreiðslu. Kópavogsbær vill einnig styðja við starfsmenn bæjarins með góðri starfsaðstöðu, skýrum verklagsreglum, góðum tækjabúnaði og öflugri símenntun.

Stjórnunarkerfi gæða er jafnframt sett upp m.a. til þess að tryggja að bæjarfélagið uppfylli lögbundið hlutverk sitt sem bæjarfélag og að veiti alla þá þjónustu sem lagaskyldur kveða á um sem og aðrar kröfur sem bæjarfélagið hefur undirgengist.

Málefnasamningur bæjarstjórnar endurspeglar áherslur stjórnunarkerfisins gæða á hverjum tíma.

Sjá nánar um stjórnunarkerfi gæða hjá Kópavogsbæ í Gæðastefnu Kópavogsbæjar

Síðast uppfært 26. október 2023