Vorhreinsun
Vorhreinsun í Kópavogi 2024 stendur yfir dagana 30. apríl.- 19. maí. Gámar fyrir garðaúrgang verða á fimm stöðum í bænum fyrir íbúa.
Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.
Vorhreinsun í Kópavogi 2024 stendur yfir dagana 30. apríl.- 19. maí. Gámar fyrir garðaúrgang verða á fimm stöðum í bænum fyrir íbúa.
Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.
Kópavogsbær hvetur íbúa til að taka til hendinni eftir veturinn og gera garðana tilbúna til að taka á móti vorinu. Opnir gámar verða aðgengilegir íbúum á fimm stöðum í bænum þar sem hægt verður að losa sig við garðaúrgang og trjágreinar.
Gámarnir verða aðgengilegir á eftirfarandi stöðum frá 30. apríl til 19. maí árið 2024.
Gámarnir eru einungis fyrir garðaúrgang og óheimilt er að setja annað í gámana.
Garðaúrgangurinn á ekki að fara í plastpokum í gáminn. Vinsamlegast losið úr pokunum í gáminn. Sá úrgangur sem kemur í gámana fer í endurvinnslu í Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu þar sem unnin er molta og metangas.
Öðrum úrgangi skal skila á grenndarstöðvar eða til endurvinnslustöðva Sorpu.
Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin