22.01.2026
Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir er sjálfboðaliði ársins
Sjálfboðaliði ársins 2025 í íþróttastarfi í Kópavogi er Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir. Valið á sjálfboðaliða ársins var tilkynnt á íþróttahátíð Kópavogs en þetta er í þriðja sinn sem sjálfboðaliði ársins er valinn af lýðheilsu- og íþróttanefnd.