Mánudaginn 27. júní verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar undir merkinu Líf í lundi þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. Viðburðurinn Líf í lundi verður nú haldinn í fimmta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.
Vel var mætt í ferð Félags eldri borgara í Kópavogi, FEBK, í Guðmundarlund og lék veður við gesti. Ferðin er samstarfsverkefni FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Hátíðarhöld 17.júní í Kópavogi tókust af vel til. Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn á fimm stöðum í bænum, við Kórinn, Salalaug, í Fagralundi, við Fífuna og við Menningarhúsin.
Kynningarfundur um breytt deiliskipulag á Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1,2,3, Þinghólsbraut 77 og 79 verður haldinn fimmtudaginn 23.júní kl. 17.00-18.30.
Ásdís Kristjánsdóttir hóf störf sem bæjarstjóri Kópavogs miðvikudaginn 15.júní. Ásdís var ráðin í embættið á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Kópavogs sem fram fór þriðjudaginn 14.júní.
There will be festivities in five places in Kópavogur on June 17th, the Icelandic National Day. The areas of celebrations are: Menningarhúsin, Fífan, in Fagrilundur, Versalir and Kórinn.
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Kópavogs fór fram þriðjudaginn 14. júní. Á dagskrá fundarins var meðal annars ráðning bæjarstjóra og kosning í ráð og nefndir.