Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Markmiðið er að draga úr líkum á slysum. Vinna við að skipta út skiltum þar sem þess var þörf hófst eftir páska 2024 og er að mestu leyti lokið nú í byrjun hausts 2024. Þá var máluðum merkingum á götum einnig breytt í vor og sumar.
Skólasetning í grunnskólum Kópavogsbæjar verður föstudag 23. ágúst en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudag 26. ágúst. 454 börn hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs núna í ágúst.
Þann 9. ágúst lauk starfi Vinnuskólans sumarið 2024. Þar með lauk 56. starfsári Vinnuskólans í Kópavogi. Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta árið. Störfuðu nemendur ýmist við störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu allt eftir aldri og áhugasviði.
Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.
Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins en starfi þeirra lauk í byrjun ágúst.
Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í áttunda skipti en þau hafa verið haldin í aðdraganda skólasetningar síðan 2017 í þessu formi. Dagskráin stóð yfir í fjóra daga frá 9:00 - 16:00 en síðasti dagur námskeiðanna var miðvikudagur 14. ágúst.