Fréttir & tilkynningar

Aðalsafn bókasafnsins og Náttúrusafn

Aðalsafn bókasafnsins og Náttúrusafn lokuð 5.-19. janúar

Aðalsafn Bókasafns Kópavogs í Hamraborg og Náttúrusafn verða lokuð dagana 5. til 19. janúar næstkomandi.
Gámar fyrir jólatré eru aðgengilegir frá 31.desember.

Gámar fyrir flugeldarusl og jólatré

Settir verða upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl, líkt og áður. Á sömu stöðum verða settir upp gámar fyrir jólatré.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Hátíðarkveðja bæjarstjóra

Desember er tími samveru með fjölskyldu og vinum. Kópavogsbær fer í sparibúning og lýsir upp skammdegið með jólaskreytingum vítt og breitt um bæinn. Á þessum tíma nýta margir tækifærið til að líta yfir árið sem er að líða og huga að því sem er fram undan.
Bikarar af íþróttahátíð 2024

Rafræn íbúakosning um íþróttafólk Kópavogs 2025

Kópavogsbúar 18 ára og eldri geta haft áhrif og kosið um íþróttafólk ársins 2025.
Svanhildur Sif Haraldsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Sigrúnu Þórarinsdóttur sviðsstjóra velferðarsv…

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ

Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Svanhildur hefur undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda. Hún hefur undanfarin 10 ár rekið vistheimili fyrir barnaverndarþjónustu Kópavogs á heimili sínu. Þar geta börn dvalið hjá henni í lengri og skemmri tíma á meðan unnið er að bættum aðstæðum á heimili þeirra en Svanhildur er einstaklega hlý og gefandi.
Kópavogsbær framkvæmir hraðamælingar ef íbúar óska eftir því.

Niðurstöður hraðamælinga gerðar aðgengilegar

Niðurstöður hraðamælinga í Kópavogi hafa verið gerðar aðgengilegar í korti sem sýnir meðal annars meðalhraða, fjölda bíla og stöðu aðgerða.
Hjólastígur um Kópavogsháls hefur opnað á ný.

Endurbættur hjólastígur opnaður

Framkvæmdum við endurbættan göngu- og hjólastíg á sunnanverðum Kópavogshálsi á milli Kópavogstún og Kópavogsbrautar er að mestu lokið og er stígurinn opinn á ný fyrir vegfarendur frá og með deginum í dag, 22.desember. Jafnframt hefur biðstöð strætó við Hafnarfjarðarveg verið opnuð að nýju.
Kópavogsbær leitar eftir húsnæði sem hentar fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir …

Húsnæði fyrir eftirskóla- og frístundaþjónustu

Kópavogsbær stendur fyrir markaðskönnun vegna mögulegrar langtímaleigu á nútímalegu og sveigjanlegu húsnæði fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi.
Nemendur í Salaskóla í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.

84% foreldra ánægð með líðan barna í íþróttafélögum

Mikil ánægja ríkir á meðal foreldra og forsjáraðila í Kópavogi með íþróttastarf í bænum að því er fram kemur í Íþróttapúlsinum, nýrri þjónustumælingu á íþróttastarfsemi Kópavogsbæjar.
Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.

Opnunartímar um hátíðarnar

Opnunartímar Bæjarskrifstofu, menningarhúsa og sundlauga yfir hátíðarnar eru sem hér segir: