Kópavogsbær hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2021 skuli allir reikningar vegna kaupa bæjarins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti.
Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. janúar 2021 munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum.
Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Bókhaldsdeild Kópavogsbæjar sér um að taka við reikningum á rafrænu formi fyrir hönd stofnana Kópavogsbæjar.
Valkostir sendanda
Mælt er með að söluaðilar gefi út reikninga í sínum kerfum og miðli í gegnum skeytamiðlara. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita ráðgjöf um útgáfu og miðlun rafrænna reikninga. Kópavogsbær hefur samið við eftirfarandi skeytamiðlara um móttöku reikninga: Advania, InExchange, Sendill.
Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á, að á markaði er allskyns bókhaldsþjónusta í boði og ýmis bókhaldskerfi á vefnum sem rekstraraðilar geta nýtt sér til að senda rafræna reikninga.
Aðilar sem gefa út reikninga á pappír þurfa eftir sem áður að gefa út löglega reikninga á pappír sem síðan senda okkur í gegnum þjónustusíðu.
Fyrir aðila sem senda fáa reikninga eru í boði veflausnir þar sem hægt er að handskrá reikninga og senda, yfirleitt án kostnaðar fyrir lítið magn reikninga.
Dæmi um slíkar þjónustusíður eru:
InExchange: https://inexchange.is/kopavogur-mottokuvefur/
Sendill: http://www.sendill.is/um-sendil/pakkar-og-verd
Advania: https://www.skuffan.is/