- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Smárahverfi afmarkast af Hafnarfjarðarvegi í vestri, Kópavogsdal í norðri, Reykjanesbraut í austri og Arnanesvegi í suðri.
Eins og allsstaðar í Kópavogi eru falleg og skemmtileg svæði í Smárahverfi sem gaman er að fara um.
Lengi vel var Kópavogsvöllur heimavöllur bæði Breiðabliks og HK í knattspyrnu em í dag er hann eingöngu heimavöllur Breiðabliks. Á vellinum hafa farið fram margir knattspyrnuleikir og frjálsíþróttakeppnir. Umhverfis grassvæði vallarins er 400 metra hlaupabraut ásamt fullkominni aðstöðu til frjálsíþróttaiðkunnar. Við Kópavogsvöll hefur verið reist knattspyrnuhöll sem var bylting fyrir knattspyrnumenn í Kópavogi þegar húsið var vígt 2002. Auk þessa er við völlinn eitt besta íþróttahús landsins sem byggt var fyrir Heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór 1995. Frábær aðstaða sem hefur gefið okkur frábæra íþróttamenn.
Smáralind var opnuð 10. október 2001 við Fífuhvammsveg. Hún er ein stærsta verslunarmiðstöð landsins eða um 9.000 fermetrar. Þar er hægt að finna fjöldann allan af verslunum auk þess sem á staðnum eru fjölbreytt afþreying fyrir alla. Nýverið var lokið við að smíða norðurturn byggingarinnar og stækkar verslunar- og þjónustuhúsnæðið til muna við þá framkvæmd.
Norðan Smárans, íþróttasvæðis Breiðabliks, má finna skemmtilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna. Á svæðinu eru m.a. hjólabrettapallar, sparkvöllur ásamt nýuppgerðum körfuboltavöllum. Er svæðið vinsælt hjá börnum og unglingum og oft mikið um að vera á góðum sumardögum.