Gjaldskrá vegna breytinga á deiliskipulagi og vegna grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmdarleyfi
Í samræmi við 3. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt bæjarstjórnar frá 24. nóvember 2015 auglýsist hér með endurskoðuð ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. nóvember 2010 um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Er gjaldskráin tvískipt og nema gjöldin þeirri fjárhæð sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við skipulagsvinnu, kynningar og umsýslu. Gjaldskráin er bundin byggingarvísitölu.