Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði  til að myndist heildstætt yfirbragð mannvirkja og landslags.

Deiliskipulag lögbindur ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á. Slíkar  skipulagsforsendur þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út byggingar- og framkvæmdaleyfi.

Nánari upplýsingar

Skrifstofa skipulagsdeildar
Nánari upplýsingar gefur starfsfólk skipulagsdeildar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 15:00. Einnig má senda fyrirspurnir á skipulag@kopavogur.is.

Síðast uppfært 09. apríl 2025