Ferðaþjónusta aldraðra

Akstursþjónusta eldra fólks er fyrir þau sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna eða einkabíl til að komast ferða sinna.

Meginmarkmið akstursþjónustu fyrir eldra fólk í Kópavogi er að stuðla að auknu félagslegu sjálfstæði og er fyrir 67 ára og eldri sem búa í heimahúsi.

Sækja þarf um akstursþjónustu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver.

Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441 0000.

Farþegar með samþykkta akstursþjónustu panta bíl í síma 515 2720 hjá Teiti ehf sem sér um aksturinn. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Einnig má panta bíl með tölvupósti á netfangið ferd@teitur.is

Akstursþjónustan er í boði:
Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
Akstur á stórhátíðardögum er auglýstur sérstaklega.

Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.

Gjald er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót og nálgast má gjaldskrá hér fyrir neðan.

Gjaldskrár

Gjaldskrá akstursþjónustu

Prenta gjaldskrá

Gildir frá júlí 2024

Akstursþjónusta eldra fólks
Verð
1 - 16 ferðir á mánuði
605 kr per ferð
Hver ferð umfram 16 ferðir á mánuði
1.212 kr per ferð
Samdægursgjald ef pantað er með stuttum fyrirvara
1.000 kr per ferð

Akstursþjónustu fólk með fötlun

Akstursþjónusta fólk með fötlun
Verð
1/2 strætófargjald
325 kr per ferð
Samdægursgjald ef pantar er með stuttum fyrirvara
1.000 kr per ferð

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir ráðgjafi ferðaþjónustunnar í síma 441 0000