Mötuneyti

Öllum nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar gefst kostur á að vera í áskrift fyrir hádegismat.

Í Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla er eldað á staðnum. Skráning í mötuneyti fer fram í gegnum Þjónustugátt.

Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum bæjarins. Matseðla er að finna á heimasíðum skólanna. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

Leita skal til viðkomandi skóla með fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir vegna mötuneyta.

Upplýsingar

Hvernig matur er í boði?

Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Skráning í mötuneyti ,Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt.

Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

Fyrispurnir og/eða ábendingar

Hægt er að senda fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir til skólastjóra viðkomandi skóla.

Gjaldskrár

Mötuneyti grunnskóla

Prenta gjaldskrá

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Skólamáltíðir verða gjaldfrjálsar frá upphafi skólaárs 2024-2025.

Mikilvægt er þó að skrá nemendur í áskrift í mötuneyti til þess að hægt sé að halda utan um ofnæmi, óþol og sérfæði, og til þess að áætla réttan fjölda nemenda í mat og lágmarka matarsóun.

Skráning fyrir alla nemendur fer fram í gegnum Þjónustugátt, nema fyrir nemendur Smáraskóla þar sem skráning fer fram hjá Skólamatur.is.

Niðurgreiðsla

Undanfarin ár hefur verið innheimt gjald fyrir skólamáltíðir sem verið hefur niðurgreitt að hluta af Kópavogsbæ. Frá ágúst 2024 verða skólamáltíðir niðurgreiddar að fullu með aðkomu ríkisins í samræmi við breytingu á lögum um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Hér að neðan má sjá áskriftargjald í mötuneyti og hvernig viðbótar niðurgreiðsla skólamáltíða skiptist nú milli ríkis og Kópavogsbæjar fyrir hvern nemanda frá ágúst 2024.

Mánaðarlegt áskriftargjald á nemenda
0 kr
0%
Framlag ríkissjóðs (umreiknað m.v. skólaár)
8.497 kr
69%
Viðbótar niðurgreiðsla Kópavogsbæjar
3.869 kr
31%
Samtals niðurgreiðsla á mánuði
12.366 kr
100%