Í samræmi við samþykkt bæjarráðs 6. júlí 2023 tekur gjaldskráin breytingum fjórum sinnum á ári. Breytingar hverju sinni taka mið af þróun á undirliggjandi vísitölum. Gjaldskráin tekur breytingum 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október.
Leikskólagjöld eru innheimt frá og með þeim degi sem vistun barns hefst, óháð aðlögunartíma. Nánari upplýsingar um innritun og fleira má finna í reglum um innritun leikskóla.
Gjaldskrá tekur gildi 1. okt 2025.
Fæðisgjöld
Almennt gjald
Afslættir
Tekjutengdir afslættir
Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt á umsóknarvef. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt. Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.
| Einstæðir | Í sambúð | |||
| Tekjuviðmið | Afsláttur | Tekjuviðmið | Afsláttur | |
| 0 kr. ‑ 514.440 kr. | 50% | 0 kr. ‑ 738.109 kr. | 50% | |
| 514.440 kr. ‑ 838.761 kr. | 40% | 738.110 kr. ‑ 1.095.982 kr. | 40% | |
| 838.762 kr. ‑ 883.496kr. | 30% | 1.095.983 kr. ‑ 1.140.716 kr. | 30% | |
|
883.497 kr. ‑ 928.229 kr. |
20% | 1.140.717 kr. ‑ 1.185.449 kr. | 20% | |
|
928.230 kr. ‑ 972.963 kr. |
10% | 1.185.450 kr. ‑ 1.230.184 kr. | 10% |
Starfmannaafsláttur
Starfsfólk í leikskólum í 75% eða hærra starfshlutfalli á rétt á 40% starfsmannaafslætti.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.
Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Systkinaafsláttur hækkar, frá 1.október 2025, úr 30% í 50% af dvalargjaldi ef barn á eitt yngra systkini, en 100% af dvalargjaldi ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Hægt er að skoða leikskólagjöld útfrá mismunandi fjölda dvalartíma og afsláttum í reiknivél leikskólagjalda. Hægt er að skoða alla reikninga undir Gjöld í þjónustugátt.
Hér að neðan eru dæmi um dvalargjöld með afsláttum.