Dvöl-Samfélagshús

Í Dvöl kemur fólk á eigin forsendum til að njóta samveru við aðra þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni.

Dvöl er samfélagshús sem býður upp á umgjörð fyrir fólk óháð búsetu sem vill brjótast úr einangrun og sækja sér félagsskap. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu gegn vægu gjaldi. Einnig er í boði að sækja listasmiðju í hverri viku og taka þátt í öðrum skapandi verkefnum. Ekki þarf tilvísun læknis eða annars fagfólks til að mæta á staðinn.

 

Helstu áherslur í starfinu

  • Allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni.
  • Stuðla að bættum lífsgæðum.
  • Að skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir.
  • Rjúfa félagslega einangrun fólks með andlegar-og geðrænar áskoranir.
  • Fjölbreytt dagskrá í boði við hæfi hvers og eins.
  • Heitur matur er í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Heimilisfang: Reynihvammur 43.

Sími: 441 9841

Netfang: dvol(hjá)kopavogur.is

Opnunartími kl. 10:00 -15:30 virka daga.

Forstöðumaður er Þórður Ingþórsson