Umhverfisviðurkenningar
Umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar hafa verið veittar árlega frá 1964, fyrst til garða og lóða bæjarins en síðar einnig til einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja. Viðurkenningar eru veittar þeim sem taldir hafa skarað fram úr í hönnun, frágangi og viðhaldi umhverfis og húsa eða þeim sem markvisst vinna að því að betrumbæta umhverfi sitt og annarra.
Umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar hafa verið veittar af Umhverfis- og samgöngunefnd, þar áður Umhverfisráði. Frá og með árinu 2025 mun það falla í hlut Skipulags- og umhverfisráðs að veita viðurkenningarnar.
Frá árinu 1995 hefur Bæjarstjórn veitt einni götu nafnbótina Gata ársins árlega og mun 31. gatan hljóta viðurkenninguna árið 2025.