- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Þeir sem telja að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks eiga að tilkynna það réttindagæslumanni. Það má gera með því að hringja eða senda tölvupóst og hann aðstoðar fólk við að leita réttar síns. Hann getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði. Starfsmönnum er skylt að veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem hann þarf vegna starfs síns.
Fatlað fólk sem á erfitt með að gæta réttar síns getur valið sér persónulegan talsmann sem hjálpar því að koma óskum sínum á framfæri. Talsmaðurinn aðstoðar fólk við að gæta réttar síns og við önnur persónuleg málefni, svo sem meðferð heilbrigðisstarfsmanna, val á búsetu, atvinnu, tómstundum og ráðstöfun fjármuna.
Skilyrði fyrir því að verða persónulegur talsmaður er þekking á persónulegum þörfum og áhugamálum þess sem hann aðstoðar. Starf persónulegs talsmanns er ólaunað en hann fær endurgreiddan kostnað vegna starfa sinna.
Skrifstofa Réttindagæslumanns á höfuðborgarsvæðinu er á Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes, símanúmerið 554 8100 og netfangið postur(hjá)rettindagaesla.is.
Svo nánari upplýsingar um réttindagæsluna má nálgast á: Stjórnarráð Íslands og Réttindagæslumaður fatlaðs fólks.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin