Grunnskólar

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla.
Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barn sitt.

Í Kópavogi eru reknir tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin.

Innritun fer fram í Þjónustugátt.

Innritun í grunnskóla

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang að sínum hverfisskóla (sjá nánar skólahverfi). Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla fyrir barn sitt. Sjá nánar reglur Kópavogsbæjar um innritun hér.

Upplýsingar um innritun fyrir komandi skólaár er auglýst í lok febrúar og innritun fer fram fyrstu vikuna í mars ár hvert í gegnum þjónustugátt.
Jafnframt þurfa foreldrar að sækja sérstaklega um frístund og áskrift að mötuneyti.

Skólahverfin

Skólahverfin er afmörkuð eftir götum. Sjá hér.

Skólahverfi Álfhólsskóla afmarkast af Kjarrhólma, Smiðjuvegi, Dalvegi, Digranesvegi, Bröttubrekku og sunnan Nýbýlavegar

Skólahverfi Hörðuvallaskóla er Kórahverfi

Skólahverfi Kársnesskóla er Kársnesið, vestan Hafnarfjarðarvegar

Skólahverfi Kópavogsskóla afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Bröttubrekku, Digranesvegi, Nýbýlavegi og Fífuhvammi

Skólahverfi Lindaskóla er Lindahverfi

Skólahverfi Salaskóla er Salahverfi

Skólahverfi Smáraskóla er Smárahverfi

Skólahverfi Snælandsskóla er norðan Nýbýlavegar, Hólmarnir tilheyra Álfhólsskóla

Skólahverfi Vatnsendaskóla er Vatnsendahverfi, þ. e. Þing og Hvörf

Yfirlit skóladagatala

Skólaárið 2024-2025

Skólasetning grunnskóla Kópavogs er 23. ágúst 2024..

Vetrarleyfi eru 24. og 25. október 2024 og 24. og 25. febrúar 2025.

Sjá yfirlit skóladagatala. Ítarlegri skóladagatöl má finna á heimasíðum skólanna.

 

 

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda, þrátt fyrir tilkynntar fjarvistir, skal skoða tilkynningar um veikindi og leyfi síðustu þriggja skólamánaða eða lengra aftur ef langt er liðið á skólaárið (staðfest langtímaveikindi eru hér frátalin).

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Insufficient school attendance

Słaba frekwencja uczniów w szkole

Verklagsreglur í grunnskólum

Verklag þegar grunur vaknar um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna í stofnunum

Málsmeðferð gagnvart starfsmanni vegna gruns um brot gagnvart barni

Verklagsreglur grunnskóladeildar vegna ágreiningsmála milli foreldra og skóla

Leiðbeinandi vinnuferlar vegna brottvikningar úr skóla

Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Viðmið um myndbirtingar á heimasíðum grunn- og leikskóla

Viðmið um flýtingu og seinkun á skilum leik- og grunnskóla

Viðmið um flýtingu og seinkun náms í grunnskóla

Fagteymi um réttindi og velferð nemenda

Fagteymi um réttindi og velferð barna er samráðsvettvangur grunnskóla í Kópavogi og Menntasviðs Kópavogsbæjar. Í Kópavogi starfs tvö fagteymi þar sem sitja fulltrúar grunnskólanna, Arnarskóla og Menntasviðs.

Markmið fagteymisins er að koma til móts við þarfir nemenda á sama tíma og velferð þeirra er tryggð. Þá veitir teymið ráðgjöf til skóla um faglega úrvinnslu mála þegar upp koma tilvik þar sem beita þarf líkamlegu inngripi eða hefta frelsi nemanda í skóla til að tryggja öryggi þeirra og starfsfólks.

Foreldrar eru upplýstir um vinnslu máls og fulltrúi skólans tekur málið fyrir í fagteymi. Fagteymið rýnir lýsingar á atvikum innan skólanna og einstaklingsbundnar áætlanir með það að markmiði að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig.

Vakin er athygli á því að fagteymið er fyrst og fremst samráðsvettvangur sem stendur vörð um skólasamfélagið í heild sinni. Því er ætlað að stuðla að faglegum vinnubrögðum skóla við krefjandi aðstæður sem og að standa vörð um réttindi nemenda. Vakni grunur um að starfsmaður hafi brotið af sér í starfi fer málið í annan farveg.

Ýmsar upplýsingar

Leiðbeinandi vinnuferli vegna brottvikningar úr skóla

1. Væg agaviðbrögð og brottvikning úr kennslustundum það sem eftir lifir dags eða úr
einstökum kennslustundum telst ekki stjórnvaldsaðgerð og virkjar ekki stjórnsýslulög.
Sjá 14. gr., 1. málsgr.

2. Brottvikning um stundarsakir og ótímabundið eru stjórnvaldsaðgerðir samkvæmt
14. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsin í grunnskólum. ( sjá
einnig úrskurð menntamálaráðuneytisins frá 16. 06. 1997 og álit umboðsmanns
alþingis í máli nr. 761/1993). Ef grípa þarf til brottvikningar um stundarsakir og
ótímabundið, þarf framkvæmdin að vera með eftirfarandi hætti:

a. Skrifleg tilkynning til foreldra og nemanda um að brottvikning í fleiri en einn
     skóladag komi til greina Hámark ein kennsluvika. Foreldrar eiga rétt á að kynna
     sér gögn sem liggja til grundvallar þeirri ákvörðun og koma á framfæri skriflegum
     athugasemdum og andmælum (andmælaréttur).

b. Brottvikning ákveðin þrátt fyrir andmæli: Skrifleg tilkynning um brottvikningu til
     foreldra/forráðamanna og skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólastjóri hefur eina
     kennsluviku til að vinna að lausn málsins.

c. Ef fyrirsjáanlegt er að skólastjóra takist ekki að leysa málið á einni kennsluviku,
    vísar hann því formlega til skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólanefnd/ beitir sér
    fyrir lausn málsins í samráði við sérfræðiþjónustu.

d. Ef nemanda hefur verið vikið ótímabundið úr skóla ber skólanefnd ábyrgð á því
     að nemanda sé tryggð skólavist, eigi síðar en innan þriggja vikna.

Ofangreint verkferli er leiðbeinandi fyrir skólastjórnendur við grunnskóla Kópavogs. Í
hverju tilviki þarf að fara vandlega eftir grunnskólalögum, stjórnsýslulögum og
reglugerð um ábyrgð nemenda í grunnskólum

 

Grunnskóladeild Kópavogi, október 2011

Málsmeðferð gagnvart starfsmanni vegna gruns um brot gagnvart barni

Starfsfólk stofnana Kópvogsbæjar skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi og gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart
börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Jafnframt skal starfsfólk gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu.
Verði brestur á þessu ber stjórnendum að bregðast við með viðeigandi hætti. Slík mál geta verið ólík og stundum getur verið erfitt að greina hvort starfsmaður hafi brotið af sér. Ásakanir eða grun verður að rannsaka þegar í stað og ganga úr skugga um hvort um brot sé að ræða.
Stjórnendur skulu gæta fyllsta hlutleysis við rannsókn máls.

Tilkynning um brot
Tilkynning um brot þarf að berast stjórnanda stofnunar. Tilkynning skal vera skrifleg og ef brotið er tilkynnt munnlega skal stjórnandi skrá niður tilkynninguna og
tilkynnandi skrifar undir. Stjórnandi kannar málið strax samkvæmt Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi og leitar strax ráðgjafar hjá
barnavernd.

Stjórnsýslulög
Stjórnandi skal gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum í hvívetna, (rannsóknarregla, jafnræðisregla,meðalhófsregla, andmælaréttur og
upplýsingaréttur). Sjá nánar leiðbeiningar um uppsagnir og áminningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Aðstoð
Stjórnandi skal leita aðstoðar starfsmannadeildar og menntasviðs við vinnslu máls.

Vinnsla máls

1. Formleg ávirðing berst / grunur vaknar
     a. Ef upp kemur grunur um að starfsmaður brjóti starfsskyldur sínar og/eða sýni af sér háttsemi sem er ámælisverð í starfi og getur fallið undir ákvæði
         viðkomandi kjarasamnings um áminningu eða jafnvel fyrirvaralausa uppsögn skal stjórnandi gæta þess að farið sé eftir verkferlum Gæðakerfis
         Kópavogsbæjar og fylgja leiðbeiningum um uppsagnir og áminningar.
     b. Við þær aðstæður þegar frávikning úr starfi er til skoðunar getur verið heimilt að afþakka vinnuframlag starfsmanns á meðan málið er í rannsókn en hann
         heldur launum sínum á meðan. Stjórnandi skal athuga þann möguleika ef slíkt kemur upp.

2. Rannsókn
     a. Stjórnandi rannsakar málið strax og ræðir við brotaþola, starfsmenn og aðra þá sem að málinu koma, t.d. vitni. Hann skráir samtöl við alla aðila niður. Ef
          þörf er að ræða við nemendur skal upplýsa foreldra um málið og eiga samvinnu við þá um aðkomu barns að málinu.
     b. Gæta skal þess að boða starfsmann með réttum hætti. Hann hefur rétt á að hafa trúnaðarmann eða fulltrúa stéttarfélags síns með sér á fundinn, sjá
          ofangreindar leiðbeiningar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
     c. Stjórnandi metur hvers eðlis málið er og kynnir málsaðilum niðurstöðu sína.
3. Lok máls
     a. Rannsókn málsins leiðir í ljós að háttsemin eða brotið telst þess eðlis að nægjanlegt sé að leiðbeina starfsmanninum og eða veita honum tiltal.
          Stjórnandi skal gæta þess að skrifa fundargerð og að hún sé undirrituð.
     b. Rannsókn máls leiðir í ljós að háttsemin og eða brotið sé þess eðlis að beita skuli skriflegri áminningu.
     c. Rannsókn máls leiðir í ljós að tilvik fellur undir skilyrði viðkomandi kjarasamnings um fyrirvaralausa brottvísun.
     d. Rannsókn máls leiðir til þess að ekki er þörf á að aðhafast frekar.

4. Skýrsla

  • Stjórnandi skrifar skýrslu um vinnslu málsins, niðurstöðu og viðbrögð.
Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

Athugið:
Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

Reglur og verklag

Leiðbeinandi vinnuferli vegna brottvikningar úr skóla

1. Væg agaviðbrögð og brottvikning úr kennslustundum það sem eftir lifir dags eða úr
einstökum kennslustundum telst ekki stjórnvaldsaðgerð og virkjar ekki stjórnsýslulög.
Sjá 14. gr., 1. málsgr.

2. Brottvikning um stundarsakir og ótímabundið eru stjórnvaldsaðgerðir samkvæmt
14. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsin í grunnskólum. ( sjá
einnig úrskurð menntamálaráðuneytisins frá 16. 06. 1997 og álit umboðsmanns
alþingis í máli nr. 761/1993). Ef grípa þarf til brottvikningar um stundarsakir og
ótímabundið, þarf framkvæmdin að vera með eftirfarandi hætti:

a. Skrifleg tilkynning til foreldra og nemanda um að brottvikning í fleiri en einn
     skóladag komi til greina Hámark ein kennsluvika. Foreldrar eiga rétt á að kynna
     sér gögn sem liggja til grundvallar þeirri ákvörðun og koma á framfæri skriflegum
     athugasemdum og andmælum (andmælaréttur).

b. Brottvikning ákveðin þrátt fyrir andmæli: Skrifleg tilkynning um brottvikningu til
     foreldra/forráðamanna og skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólastjóri hefur eina
     kennsluviku til að vinna að lausn málsins.

c. Ef fyrirsjáanlegt er að skólastjóra takist ekki að leysa málið á einni kennsluviku,
    vísar hann því formlega til skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólanefnd/ beitir sér
    fyrir lausn málsins í samráði við sérfræðiþjónustu.

d. Ef nemanda hefur verið vikið ótímabundið úr skóla ber skólanefnd ábyrgð á því
     að nemanda sé tryggð skólavist, eigi síðar en innan þriggja vikna.

Ofangreint verkferli er leiðbeinandi fyrir skólastjórnendur við grunnskóla Kópavogs. Í
hverju tilviki þarf að fara vandlega eftir grunnskólalögum, stjórnsýslulögum og
reglugerð um ábyrgð nemenda í grunnskólum

 

Grunnskóladeild Kópavogi, október 2011

Málsmeðferð gagnvart starfsmanni vegna gruns um brot gagnvart barni

Starfsfólk stofnana Kópvogsbæjar skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi og gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart
börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Jafnframt skal starfsfólk gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu.
Verði brestur á þessu ber stjórnendum að bregðast við með viðeigandi hætti. Slík mál geta verið ólík og stundum getur verið erfitt að greina hvort starfsmaður hafi brotið af sér. Ásakanir eða grun verður að rannsaka þegar í stað og ganga úr skugga um hvort um brot sé að ræða.
Stjórnendur skulu gæta fyllsta hlutleysis við rannsókn máls.

Tilkynning um brot
Tilkynning um brot þarf að berast stjórnanda stofnunar. Tilkynning skal vera skrifleg og ef brotið er tilkynnt munnlega skal stjórnandi skrá niður tilkynninguna og
tilkynnandi skrifar undir. Stjórnandi kannar málið strax samkvæmt Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi og leitar strax ráðgjafar hjá
barnavernd.

Stjórnsýslulög
Stjórnandi skal gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum í hvívetna, (rannsóknarregla, jafnræðisregla,meðalhófsregla, andmælaréttur og
upplýsingaréttur). Sjá nánar leiðbeiningar um uppsagnir og áminningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Aðstoð
Stjórnandi skal leita aðstoðar starfsmannadeildar og menntasviðs við vinnslu máls.

Vinnsla máls

1. Formleg ávirðing berst / grunur vaknar
     a. Ef upp kemur grunur um að starfsmaður brjóti starfsskyldur sínar og/eða sýni af sér háttsemi sem er ámælisverð í starfi og getur fallið undir ákvæði
         viðkomandi kjarasamnings um áminningu eða jafnvel fyrirvaralausa uppsögn skal stjórnandi gæta þess að farið sé eftir verkferlum Gæðakerfis
         Kópavogsbæjar og fylgja leiðbeiningum um uppsagnir og áminningar.
     b. Við þær aðstæður þegar frávikning úr starfi er til skoðunar getur verið heimilt að afþakka vinnuframlag starfsmanns á meðan málið er í rannsókn en hann
         heldur launum sínum á meðan. Stjórnandi skal athuga þann möguleika ef slíkt kemur upp.

2. Rannsókn
     a. Stjórnandi rannsakar málið strax og ræðir við brotaþola, starfsmenn og aðra þá sem að málinu koma, t.d. vitni. Hann skráir samtöl við alla aðila niður. Ef
          þörf er að ræða við nemendur skal upplýsa foreldra um málið og eiga samvinnu við þá um aðkomu barns að málinu.
     b. Gæta skal þess að boða starfsmann með réttum hætti. Hann hefur rétt á að hafa trúnaðarmann eða fulltrúa stéttarfélags síns með sér á fundinn, sjá
          ofangreindar leiðbeiningar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
     c. Stjórnandi metur hvers eðlis málið er og kynnir málsaðilum niðurstöðu sína.
3. Lok máls
     a. Rannsókn málsins leiðir í ljós að háttsemin eða brotið telst þess eðlis að nægjanlegt sé að leiðbeina starfsmanninum og eða veita honum tiltal.
          Stjórnandi skal gæta þess að skrifa fundargerð og að hún sé undirrituð.
     b. Rannsókn máls leiðir í ljós að háttsemin og eða brotið sé þess eðlis að beita skuli skriflegri áminningu.
     c. Rannsókn máls leiðir í ljós að tilvik fellur undir skilyrði viðkomandi kjarasamnings um fyrirvaralausa brottvísun.
     d. Rannsókn máls leiðir til þess að ekki er þörf á að aðhafast frekar.

4. Skýrsla

  • Stjórnandi skrifar skýrslu um vinnslu málsins, niðurstöðu og viðbrögð.
Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

Athugið:
Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri grunnskóladeildar í síma 441 0000