Bæjarstjórn Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð 11 bæjarfulltrúum sem eru kosnir hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Merki

Verksvið

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarfélagsins og skal ekkert mál, er varðar hagsmuni þess, til lykta leitt án umsagnar hennar.

Fundir

Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í hverjum mánuði annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar nema júlí og ágúst, er halda skal aðeins einn fund og þá þriðja þriðjudag hvers mánaðar.

Bæjarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í bæjarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi og einnig er heimilt að fella niður fund í desember.

Aukafundi skal halda í bæjarstjórn eftir því sem þörf krefur að mati forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra og skylt er að halda aukafund í bæjarstjórn ef a.m.k. þriðjungur bæjarfulltrúa krefst þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni.

Falli reglulegur fundardagur á helgidag eða almennan frídag, skal boða til aukafundar þann virkan dag á undan eða eftir, sem næstur er.

Bæjarstjórn

Meirihlutasamstarf er með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokki.

Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki.

Formaður bæjarráðs: Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð.

Forseti bæjarstjórnar: Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki.

Málefnasamningur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks

 

Úrslit bæjarstjórnarkosninga 2014

Listar sem fengu fulltrúa í bæjarstjórn:

B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1610 atkvæði eða 11,76% gildra atkvæða og 1 fulltrúa.

D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 5.388 atkvæði eða 39,34% gildra atkvæða og 5 fulltrúa.

S-listi Samfylkingarinnar hlaut 2203 atkvæði eða 16.08% gildra atkvæða og 2 fulltrúa.

V-listi Vinstri grænna og félagshyggjufólks hlaut 1310 atkvæði eða 9,56% gildra atkvæða og 1 fulltrúa.

Æ-listi Bjartrar framtíðar hlaut 2083 atkvæði eða 15,21% gildra atkvæða og 2 fulltrúa.

Listar í framboði sem ekki fengu fulltrúa í bæjarstjórn 

T-listi Dögunar og umbótasinna hlaut 113 atkvæði eða 0.83% gildra atkvæða.

X-listi Næst besta flokksins hlaut 435 atkvæði 3,18% gildra atkvæða.

Þ-listi Pírata hlaut 554 atkvæði eða 4,04% gildra atkvæða.

Kjörsókn 

Á kjörskrá í kosningunum voru 23.606. Alls kusu á kjörstað 14.359 og utankjörfundaratkvæði voru 1.760. Kosningaþátttaka var 60.8 %.

Auðir seðlar voru 601. Ógildir seðlar 62. Gild atkvæði voru 13.696. Samtals voru atkvæðaseðlar 14.359 talsins.

Síðast uppfært 04. desember 2017