Bæjarstjórn Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð 11 bæjarfulltrúum sem eru kosnir hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Merki

Verksvið

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarfélagsins og skal ekkert mál, er varðar hagsmuni þess, til lykta leitt án umsagnar hennar.

Fundir

Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í hverjum mánuði annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar nema júlí og ágúst, er halda skal aðeins einn fund og þá þriðja þriðjudag hvers mánaðar.

Bæjarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í bæjarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi og einnig er heimilt að fella niður fund í desember.

Aukafundi skal halda í bæjarstjórn eftir því sem þörf krefur að mati forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra og skylt er að halda aukafund í bæjarstjórn ef a.m.k. þriðjungur bæjarfulltrúa krefst þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni.

Falli reglulegur fundardagur á helgidag eða almennan frídag, skal boða til aukafundar þann virkan dag á undan eða eftir, sem næstur er.

Síðast uppfært 23. apríl 2024