Stuðningsþjónusta í formi heimaþjónustu
Stuðningsþjónusta er ætluð þeim sem búa á eigin heimilum og þurfa stuðning vegna skertrar getu, fötlunar, fjölskylduaðstæðna, álags eða veikinda.
Stuðningsþjónusta er ætluð þeim sem búa á eigin heimilum og þurfa stuðning vegna skertrar getu, fötlunar, fjölskylduaðstæðna, álags eða veikinda.
Stuðningsþjónusta hefur það markmið að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs, við heimilishald og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Þjónustan getur verið veitt bæði innan og utan heimilis til lengri eða skemmri tíma.
Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:
Hvernig er sótt um stuðningsþjónustu í formi heimaþjónustu?
Sækja þarf um stuðningsþjónustu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver. Í kjölfarið er stuðningsþörf umsækjanda metin og umsóknin tekin til afgreiðslu.
Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441 0000.
Gildir frá 1. október 2025
Nú er hægt að bóka samtöl við þjónustustjóra á einfaldan hátt í gegnum heimasíðu Kópavogsbæjar. Notast er við bókunarkerfið Microsoft Bookings sem sýnir notendum lausan tíma viðkomandi starfsfólks. Þjónustustjórar eru með símatíma fyrir notendur heimastuðnings alla virka daga á milli 10:00 - 11:30 og hægt er að bóka símtal hér: Bóka símtal
Einnig er hægt að senda póst á netfangið: heimathjonusta(hjá)kopavogur.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin