Frístundaklúbburinn Hrafninn er til húsa við Skálaheiði 2 (Digranesið), sími 441 9381 eða 897 0013. Hrafninn er fyrir fötluð börn í 5. til 10. bekk  í grunnskólum Kópavogs og eiga lögheimili í Kópavogi.

Í Hrafninum gefst börnunum tækifæri til að dvelja við leik og skapandi störf eftir að skóladegi lýkur. Starfsemi Hrafnsins fellur undir lög um málefni fatlaðra.

Markmið í starfi Hrafnsins er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingunum, aðstandendum þeirra og öðru starfsfólki.

Upplýsingar

Opnunartími yfir vetrarmánuði

Frístundaklúbburinn hefst í lok skóladags og lýkur kl. 16:30 alla virka daga.
Opið er í jóla - og páskaleyfi og á starfsdögum grunnskólanna frá 8:00 til 16:30. 

Starfsemin á sumrin

Yfir sumartímann er boðið upp á 6 vikna námskeið frá kl. 09:00 til 16:00 virka daga auk gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og 16:00 - 16:30. 
Unglingum í Hrafninum býðst vinna við hæfi við Vinnuskóla Kópavogs.

Akstursþjónusta

Boðið er upp á akstur frá heimaskóla barnanna í frístundaklúbbinn á starfstíma grunnskólanna.

Nánari upplýsingar

Forstöðumaður í Hrafninum er Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sími  441 9381 eða 897 0013.

Aðstoðarforstöðumaður er Guðmunda Brynja Óladóttir

 

Gjaldskrár

Frístundaklúbburinn Hrafninn

Prenta gjaldskrá

Gjaldskrá tekur gildi 1.júlí 2025

Sækja þarf um vistun í frístund í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Breytingar á vistun eru einnig gerðar í gegnum sömu umsókn. Frestur til þess að segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Dvalarstundir
Almennt gjald
Annað barn m/systkinafsl.
Þriðja barn m/systkinaafsl.
Fjórða barn m/systkinaafsl.
Allt að 20 klst á mán
10.179 kr.
7.125 kr.
2.545 kr.
0 kr.
21 - 40 klst á mán
17.822 kr.
12.475 kr.
4.456 kr.
0 kr.
41 - 60 klst á mán
23.765 kr.
16.636 kr.
5.941 kr.
0 kr.
61 - 80 klst á mán
28.008 kr.
19.606 kr.
7.002 kr.
0 kr.
Matargjald
182kr.
182kr.
182kr.
182kr.

Lægra gjald

Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, öryrkjar (75% örorka eða meira) og námsmenn (báðir foreldrar í námi)

Dvalarstundir
Almennt gjald
Annað barn m/systkinafsl.
Þriðja barn m/systkinaafsl.
Fjórða barn m/systkinaafsl.
Allt að 20 klst á mán
7.125 kr.
4.988 kr.
1.781 kr.
0 kr.
21 - 40 klst á mán
12.475 kr.
8.733 kr.
3.119 kr.
0 kr.
41 - 60 klst á mán
16.636 kr.
11.645 kr.
4.159 kr.
0 kr.
61 - 80 klst á mán
19.606 kr.
13.724 kr.
4.902 kr.
0 kr.
Matargjald
182 kr.
182 kr.
182 kr.
182 kr.

Afslættir

Afsláttur í frístund

Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku (75% eða meira). Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Öryrkjar þurfa að setja mynd af örorkuskírteini sem viðhengi með umsókn. Sótt er um framangreindan afslátt með því að fara inn í „Umsókn um frístund“ í þjónustugátt. Þegar komið er inn í Völu kerfið er hægt að sækja um afslátt.

Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef yngra systkini er í leikskóla eða ef Kópavogsbær greiðir framlag vegna dvalar systkinis hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af
matargjaldi.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um systkinaafslátt þar sem hann reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu Völu sem heldur utan um skráningar barna hjá dagforeldrum sem og í leikskóla og frístund.