Sjálfbærniskýrsla 2021

Fyrsta sjálfbærniskýrsla Kópavogs hefur litið dagsins ljós. Skýrslan er gefin út samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, GRI Standards.

Ávarp bæjarstjóra

Fyrsta sjálfbærniskýrsla Kópavogs hefur litið dagsins ljós. Í skýrslunni kemur glöggt í ljós hversu viðamikil og fjölbreytt verkefni eru á könnu sveitarfélagsins. Hér er þó ekki ætlunin að tíunda þau öll heldur varpa ljósi á verkefni
sem falla að markmiðum Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Innleiðing þeirra er hluti af viðamikilli stefnumótun sem átt hefur sér stað undanfarin ár hjá Kópavogsbæ og grunnur var lagður að í Bæjarstjórn Kópavogs með samþykkt heildarstefnu Kópavogsbæjar.

Markmið Kópavogsbæjar er að tryggja þróun sjálfbærni í sveitarfélaginu og lífsgæði íbúa bæjarins. Til þess að svo megi verða höfum við haldið stefnumótunarvinnunni áfram og haft yfirmarkmið okkar að leiðarljósi, en þau eru sótt úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Má þar nefna að árið 2021 var ráðist í að móta stefnu allra fimm sviða bæjarins; menntasviðs, umhverfissviðs, velferðarsviðs, fjármálasviðs og stjórnsýslusviðs.

Stefnunum fylgja tengdar aðgerðaáætlanir með mælanlegum markmiðum, mælikvörðum og aðgerðum. Fjárhagsáætlunargerð bæjarins tók mið af þeim markmiðum og áherslum sem birtust í stefnum sviðanna og varð þar með fyrsta stefnumiðaða fjárhagsáætlunin sem unnin hefur verið af sveitarfélagi. Haldið verður áfram á þeirri braut í ár.

Við erum stolt af því hjá Kópavogsbæ hversu vel hefur tekist til í þessum efnum en óhætt er að segja að bærinn hafi verið i forystu sveitarfélaga við innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Sjálfbærniskýrslan veitir innsýn í þetta stóra verkefni
auk þess að fjalla um starfsemi Kópavogsbæjar í víðara samhengi. Af nógu er að taka enda Kópavogur stórt og öflugt bæjarfélag.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.

Um skýrsluna

Þessi skýrsla er fyrsta sjálfbærniskýrsla Kópavogsbæjar. Skýrslan er gefin út samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, GRI Standards: Core en einnig verður leitast við að birta þær mælingar utan CORE sem þegar eru til staðar hjá sveitarfélaginu. GRI tilvísunartaflan sem fylgir skýrslunni skýrir að hve miklu leyti gert er grein fyrir hverju viðmiði í skýrslunni. Sum viðmiðanna fá ítarlega umfjöllun á meðan gert er grein fyrir öðrum í tilvísunartöflunni. Sveitarfélög í Kanada og á Norðurlöndunum voru höfð til hliðsjónar við vinnu skýrslunnar. Horft var til heildarstefnu Kópavogsbæjar og innleiðingar hennar sem felur í sér vinnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. GRI vísarnir, sem hafa hingað til verið notaðir fyrir fyrirtæki, duga ekki einir og sér til að ná utanum margbreytileika samfélags Kópavogsbæjar með alla sína íbúa, fyrirtæki og stofnanir og þess vegna er einnig að finna í skýrslunni ýmsar aðrar upplýsingar um samfélagið.

Mælingar í skýrslunni eru frá árunum 2018-2021. Kópavogsbær hefur á nokkrum árum safnað saman umfangsmiklum gögnum í upplýsingakerfum sínum um starfsemi sveitarfélagsins. Einnig hafa verið þróuð sérstök upplýsingakerfi til þess að halda utan um mælingar, mælaborð og vísitölur sveitarfélagsins. Vísað verður í þær upplýsingar og er skýrslunni ætlað að gefa innsýn í þau fjölmörgu verkefni sem unnin hafa verið á vegum sveitarfélagsins á undanförnum árum. Þær upplýsingar sem birtast í skýrslunni koma m.a. úr upplýsingakerfum sveitarfélagsins, s.s. Nightingale sem heldur utan um Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar, umhverfisumsjónarkerfi Klappa, lífskjara- og þjónustustaðlinum ISO37120 og snjallborgastaðlinum ISO37122.

Starfsmenn sviða sveitarfélagsins komu að ritun skýrslunnar og yfirlestri hennar. Helstu tengiliðir vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar eru Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristín Egilsdóttir, sviðstjóri fjármálasviðs, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri, Pétur Illugi Einarsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ, og Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ. Leiðsögn og gæðatrygging skýrslunnar var í höndum Evu Magnúsdóttur, Podium ehf. Endanleg ábyrgð á birtingu skýrslunnar liggur hjá bæjarstjórn Kópavogs.

GRI taflan
GRI staðall númer Tilvísunar-númer Lýsing Skýrslugjöf Staðs. í skýrslu
GRI 102   Almenn upplýsingargjöf    
    Snið skipulagsheildar  
GRI 102 102-1 Nafn skipulagsheildarinnar Kópavogur
GRI 102 102-2 Starfsemi, vörumerki, vörur og þjónusta Stjórnun
GRI 102 102-3 Staðsetning höfuðstöðva Stjórnun
GRI 102 102-4 Staðsetning rekstrar Stjórnun
GRI 102 102-5 Eignarhald og félagaform Stjórnun
GRI 102 102-6 Markaðir í þjónustu (íbúar) Kópavogur
GRI 102 102-7 Stærð skipulagsheildarinnar Kópavogur
GRI 102 102-8 Upplýsingar um starfsmenn og aðra starfskrafta Mannauðurinn
GRI 102 102-9 Aðfangakeðja (hér hagaðilar) Hagaðilar
        Hagaðilar
         
GRI 102 102-10 Verulegar breytingar á skipulagsheildinni og aðfangakeðju hennar Bæjarstjórn
GRI 102 102-11 Varúðarregla eða nálgun Um skýrsluna
GRI 102 102-12 Innleiðing utanaðkomandi frumkvæðis Festa samfélagsábyrgð
GRI 102 102-13 Aðild að samtökum Samband íslenskra sveitarfélaga
      Festa samfélagsábyrgð
      SSH
    Stefna    
GRI 102 102-14 Yfirlýsing frá æðsta ákvörðunartaka Ávarp bæjarstjóra
GRI 102 102-15 Helstu áhrif, áhætta og tækifæri Ávarp bæjarstjóra
    Siðferði og heilindi    
GRI 102 102-16 Gildi, meginreglur, staðlar og atferlisviðmið Stefna
GRI 102 102-17 Ferli fyrir ráðleggingar og mál tengd siðferði Siðareglur
    Stjórnarhættir    
GRI 102 102-18 Stjórnskipulag Stjórnun
GRI 102 102-19 Framsal valds Stjórnun
GRI 102 102-20 Ábyrgð á framkvæmdastjórnarstigi á efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum málefnum Stjórnun
GRI 102 102-21 Ráðgefandi hagsmunaaðilar fyrir efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg málefni Samband íslenskra sveitarfélaga
        SSH
        Podium ehf.
GRI 102 102-22 Samsetning æðstu stjórnar og nefnda hennar Stjórnun
GRI 102 102-23 Formaður æðstu stjórnar Bæjarstjórn
GRI 102 102-24 Tilnefning og val á æðstu stjórn Stjórnun
GRI 102 102-25 Hagsmunaárekstrar Siðareglur
GRI 102 102-26 Hlutverk æðstu stjórnar við framsetningu tilgangs, gilda og stefnu Stjórnun
GRI 102 102-27 Sameiginleg þekking æðstu stjórnar Bæjarstjórn
GRI 102 102-28 Mat á frammistöðu æðstu stjórnar Stjórnun
GRI 102 102-29 Auðkenning og stjórnun á efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum áhrifum Stjórnun
GRI 102 102-30 Markvirkni áhættustjórnunarferla  
GRI 102 102-31 Efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg rýni á efnistökum Podium ehf.
GRI 102 102-32 Hlutverk æðstu stjórnar við skýrslugjöf um sjálfbærni Um skýrsluna
GRI 102 102-33 Upplýsingagjöf um mikilvæg málefni Upplýsingalög
GRI 102 102-34 Eðli og heildarfjöldi mikilvægra málefna Upplýsingalög
GRI 102 102-39 Prósentuhækkun á árlegu heildarhlutfalli launagreiðslna Þróun starfsmannakostnaðar
         
    Virkni hagaðila    
GRI 102 102-40 Listi yfir hópa hagsmunaaðila Íbúar, stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki, starfsmenn, birgjar, samstarfsaðilar
GRI 102 102-41 Sameiginlegir kjarasamningar Mannauður
GRI 102 102-42 Auðkenning og val á hagsmunaaðilum Okkar Kópavogur
      Virkjun hagsmunaaðila
      Íbúalýðræði
GRI 102 102-43 Verklag við virkjun hagsmunaaðila Heimsmarkmið
      Barnasáttmáli
GRI 102 102-44 Helstu efnistök og málefni Um skýrsluna
      Heimsmarkmiðavísitala
      Virkjun hagsmunaaðila
      Mannauður
    Starfsvenjur við upplýsingagjöf    
GRI 102 102-45 Aðilar sem eru hluti af samstæðureikningsskilum Efnahagur
GRI 102 102-46 Skilgreining á efni skýrslu og mörkum efnistaka Um skýrsluna
GRI 102 102-47 Listi yfir viðfangsefni Um skýrsluna
GRI 102 102-48 Ítrekun upplýsinga Sjálfbærniskýrsla 2021 er fyrsta skýrsla Kópavogsbæjar
GRI 102 102-49 Breytingar á skýrslugjöf Sjálfbærniskýrsla 2021 er fyrsta skýrsla Kópavogsbæjar
GRI 102 102-50 Tímabil skýrslugjafar Miðast við 2021 en horfir einnig til fyrri tímabila sem fyrsta skýrsla
GRI 102 102-51 Dagsetning nýjustu skýrslu 8. apríl 2022
GRI 102 102-52 Tíðni skýrslugjafar Árlega
GRI 102 102-53 Tengiliður vegna upplýsingagjafar um skýrsluna Um skýrsluna
GRI 102 102-54 Staðhæfingar um skýrslugjöf í samræmi við GRI staðla Podium ehf.
GRI 102 102-55 GRI efnisvísir GRI tafla
GRI 102 102-56 Ytri trygging Podium ehf.
GRI 103   Stjórnarnálgun    
GRI 103 103-1 Útskýring á viðfangsefni og mörkum þess Um skýrsluna
GRI 103 103-2 Stjórnunarnálgunin og þættir hennar Um skýrsluna
GRI 103 103-3 Mat á stjórnunarnálguninni Um skýrsluna
GRI 302   Orka    
GRI 302 302-1 Orkunotkun innan skipulagsheildarinnar Orkunotkun
GRI 302 302-2 Orkunotkun utan skipulagsheildarinnar Orkunotkun
GRI 305   Losun    
GRI 305 305-1 Bein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (umfang1) Losun gróðurhúsalofttegunda
GRI 305 305-4 Styrkur á losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) Losun gróðurhúsalofttegunda
GRI 3061)   Frárennsli og úrgangur    
GRI 306 306-2 Úrgangur eftir tegund og förgunaraðferð Úrgangur
GRI 401   Atvinna    
GRI 401 401-2 Fríðindi fyrir starfsmenn í fullu starfi en ekki fyrir starfsmenn í hluta- eða tímabundnu starfi Mannauður
GRI 401 401-3 Foreldraorlof Mannauður
GRI 402   Samband vinnuafls og stjórnenda    
GRI 402 402-1 Lágmarks uppsagnarfrestur ef breytingar verða á rekstri Mannauður
GRI 403   Heilsa og öryggi á vinnustað    
GRI 403 403-1 Stjórnunarkerfi um heilsu og öryggi á vinnustað Lýðheilsustefna
GRI 403 403-3 Þjónusta tengd heilbrigði á vinnustað Heilsueflandi samfélag
GRI 403 403-4 Þátttaka starfsmanna, samráð og samskipti um heilsu og öryggi á vinnustað Heilsueflandi samfélag
GRI 403 403-6 Heilsuefling starfsmanna Heilsueflandi samfélag
GRI 403 403-7 Forvarnir og mótvægisaðgerðir vegna áhrifa heilbrigði og öryggi á vinnustað og tengist viðskiptasamböndum beint Lýðheilsustefna
GRI 403 403-8 Starfsmenn sem falla undir stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað Mannauður
GRI 404   Þjálfun og menntun    
GRI 404 404-2 Áætlanir um símenntun starfsmanna og stuðningur við breytingar Þjálfun og menntun
GRI 405   Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri    
GRI 405 405-1 Fjölbreytileiki stjórna og starfsmanna Mannauður
GRI 405 405-2 Hlutfall grunnlauna og þóknana kvenna í samanburði við karla Mannauður
GRI 410   Starfsvenjur í öryggismálum    
GRI 410 410-1 Starfsmenn í öryggisgæslu sem fá þjálfun í stefnu eða verklagsreglum í mannréttindamálum Öryggisreglur
GRI 412   Mat á mannréttindum    
GRI 412 412-1 Rekstur sem hefur verið rýndur eða áhrifametinn með hliðsjón af mannréttindum Barnasáttmáli
      Innleiðing heimsmarkmiða,
GRI 412 412-2 Þjálfun starfsmanna í stefnum eða verklagsreglum um mannréttindi Barnasáttmáli
      Innleiðing heimsmarkmiða,
GRI 412 412-3 Samkomulag og samningar um verulegar fjárfestingar og samningar sem fela í sér mannréttindaákvæði eða hafa verið skimaðir með hliðsjón af mannréttindamálum Barnasáttmáli
      Innleiðing heimsmarkmiða
GRI 413   Nærsamfélag    
GRI 413 413-1 Rekstur með virkni í nærsamfélaginu, áhrifamat og þróunaráætlanir Öflugt atvinnulíf
      Fyrirtæki innleiða Heimsmarkmiðin
      Atvinnu- og nýsköpunarsetur
1. Stjórnarhættir
2. Samfélagið í Kópavogi
3. Efnahagur
4. Umhverfi