Í Kópavogsbæ eru lýðheilsumál í fyrirrúmi. Bærinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag hjá Landlæknisembættinu og hefur sett sér lýðheilsustefnu sem spannar vítt svið.
Lýðheilsa íbúa er eitt af forgangsmálum Kópavogsbæjar og birtist það skýrt í lýðheilsustefnu bæjarins. Í aðgerðaáætlun, sem byggir á lýðheilstustefnunni eru verkefni skilgreind með áherslu á að efla líkamlega, andlega og félagslega vellíðan bæjarbúa.
Í starfinu er stuðst við gagnreyndar aðferðir, fylgst með rannsóknum á sviðinu og árangri starfsins í gegnum lýðheilsuvísa. Leitast er við að hafa samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila bæjarins við þróun nýrra verkefna.
Kópavogsbær tekur m.a. þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag undir formerkjum Embættis Landlæknis.
Fjögur áherslusvið lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar
