Innkaup og útboð

Með innkaupareglum stuðlar Kópavogur að því að vandað sé til innkaupa með hagkvæmum og vistvænum hætti. 

Samkvæmt Innkaupareglum Kópavogsbæjar er meginreglan sú að beitt skuli útboðum við innkaup sveitarfélagsins. Framkvæmdadeild annast öll útboðsmál er varða framkvæmdir eða fasteignir Kópavogsbæjar, þar með talin forvöl, útboð, fyrirspurnir, verðkannanir, innkaup á vörum, þjónustu og verklegar framkvæmdir. Framkvæmdadeild gætir þess að innkaup séu í samræmi við lög og reglur sem um innkaup gilda.

Útboð eru auglýst á  vefnum.

Útboðsgögn eru afhent í gengum á netfangið utbod@kopavogur.is. Í tölvupósti skal koma fram  heiti útboðs, nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis . 

Síðast uppfært 18. mars 2021