- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Á námskeiðunum læra börn og foreldrar aðferðir til að draga úr kvíða og auka sjálftraust.
Námskeiðin byggja á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og eru meðferðarúrræði sem voru þróuð hjá áströlsku rannsóknarmiðstöðinni Macquire University Anxiety Research Unit (MUARU) í samvinnu við Ronald M. Rapee og samstarfsmenn hans.
Klókir litlir krakkar - fyrir foreldra 3-7 ára barna
Klókir litlir krakkar er námskeið fyrir foreldra 3-7 ára barna sem með kvíða eða í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Markmið námskeiðsins er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðun sem getur valdið vanlíðan og truflun í daglegu lífi.
Námskeiðið er haldið á 1. hæð í Fannborg 6 og eru samtals 6 skipti, einu sinni í viku, u.þ.b. tvo tíma í senn. Mikilvægt er að foreldrar mæti í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Innifalið í námskeiði er handbók fyrir foreldra. Aðeins er pláss fyrir foreldra 8 barna á hverju námskeiði. Námskeiðsgjaldið er kr. 9500 kr.
Klókir krakkar – fyrir börn í 4.-7. bekk og foreldra þeirra
Námskeiðið er ætlað fyrir börn í 4.-7. bekk með kvíðavanda. Foreldrar mæta með börnunum í alla tíma námskeiðsins en foreldrum og börnum er skipt upp í foreldrahóp og barnahóp. Í upphafi námskeiðsins fá börn og foreldrar vinnubækur. Farið er yfir fræðslu um eðli kvíða og í kjölfarið kenndar aðferðir til þess að takast á við kvíða. Börnunum er kennt að hugsa eins og einkaspæjari þar sem þau finna sannanir fyrir óraunsæjum kvíðahugsunum og læra að hugsa á raunsæjan hátt. Einnig er farið í stigvaxandi berskjöldun þar sem börnin læra að mæta óttanum í litlum skrefum. Í seinni hluta meðferðarinnar er farið í félagslega færni og ákveðniþjálfun. Börnin vinna sér inn smá umbun í hverjum tíma fyrir þátttöku, heimaverkefni og fleira.
Námskeiðið er haldið á 1. Hæð í Fannborg 6 og eru samtals 8 skipti Í 1,5 klst. í senn. Mikilvægt er að börn og foreldrar mæti í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Innifalið í námskeiði er handbækur fyrir börn og foreldra. Aðeins er pláss fyrir foreldra 8 börn á hverju námskeiði. Námskeiðsgjaldið er kr. 15.000 kr.
Haltu kúlinu - fyrir unglinga og foreldra þeirra
Námskeiðið er ætlað unglingum í 8. – 10. bekk með kvíðavanda. Í upphafi meðferðar fá börn og foreldrar vinnubækur. Þau eru frædd um eðli kvíða og kenndar aðferðir til að takast smám saman á við kvíða barnanna. Börnunum er kennt að hugsa eins og einkaspæjari þar sem þau finna sannanir fyrir óraunsæjum kvíðahugsunum og læra að hugsa á raunsæjan hátt. Einnig er farið í stigvaxandi berskjöldun þar sem börnin læra að mæta óttanum í litlum skrefum. Í seinni hluta meðferðarinnar er farið í félagslega færni og ákveðniþjálfun. Foreldrar fá fræðslu um kvíðaeinkenni og úrræði og hvernig það er að ala upp ungling sem er að kljást við kvíðavanda.
Námskeiðið er haldið á 1. hæð í Fannborg 6 og eru samtals 8 skipti Í 1,5 klst. í senn. Gert er ráð fyrir að foreldrar mæti í fjóra tíma með börnum sínum. Mikilvægt er að börn og foreldrar mæti í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Innifalið í námskeiði er handbækur fyrir börn og foreldra. Aðeins er pláss fyrir foreldra 8 börn á hverju námskeiði. Námskeiðsgjaldið er kr. 15.000 kr.
Guðlaug Marion Mitchison, sálfræðingur, fyrir Klóka litla krakka
Auður Magnúsdóttir, sálfræðingur, fyrir Klóka krakka
Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur, fyrir Haltu Kúlinu
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin