Samgöngur
Götur skiptast í stofngötur, tengigötur, safngötur og húsagötur og stígarnir í stofnleiðir, tengileiðir og almenna stíga.
Skilgreiningar gatna og stíga hafa meðal annars áhrif á hvernig vetrarþjónustu er háttað á leiðunum, bæði götum og stígum. Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðahraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna.