- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Vátryggingin tekur til skipulagðrar starfsemi þess félags sem getið er um í vátryggingarskírteini auk ferða til og frá heimili vegna starfseminnar, t.d. íþróttaæfinga, og ferða innanlands á vegum viðkomandi félaga, t.d. keppnisferða. VÍS greiðir einnig bætur vegna slyss sem vátryggður einstaklingur verður fyrir og gildir þá einu hvernig slysið ber að eða hver á sök á því eða hvort slysið verður við nám eða leik.
Vátryggingartaka, íþrótta- eða tómstundafélagi í Kópavogi, er gert að halda skrá yfir vátryggð börn sem falla undir vátrygginguna.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn barna og unglinga til að kynna sér vátryggingarskilmála og ítarlegri upplýsingar um tryggingarnar. Gögnin má finna í skjölum hér að neðan.
Ef slys ber að höndum þarf að senda tilkynningu rafrænt gegnum heimasíðu VÍS.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin