Ráð og nefndir

Barnaverndarnefnd

Barnaverndarnefnd starfar í umboði Bæjarstjórnar Kópavogs að stjórn og framkvæmd barnaverndarmála í bæjarfélaginu.
Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. 
Yfirlitssíða Barnaverndarnefndar

Bæjarráð

Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn bæjarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin.  Bæjarráð er skipað fimm aðalmönnum og jafnmörgum varamönnum.
Yfirlitssíða bæjarráðs

Velferðarráð

Velferðarráð markar stefnu í félagsþjónustu í Kópavogi og sinnir þeim verkefnum sem ráðinu eru falin lögum samkvæmt. Ráðið er skipað sjö fulltrúm auk áheyrnarfulltrúa, og jafnmörgum til vara. 
Yfirlitssíða velferðarráðs

Forsætisnefnd

Forsætisnefnd bæjarstjórnar Kópavogs skipuleggur starf bæjarstjórna og dagsrá bæjarstjórnarfunda.
Nefndin er skipuð þremur bæjarfulltrúum og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða forsætisnefndar

Íþróttaráð

Íþróttaráð fer með íþróttamál í umboði bæjarstjórnar. Íþróttaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Formaður Íþróttaráðs er Jón Finnbogason.
Yfirlitssíða Íþróttaráðs

Jafnréttis- og mannréttindaráð

Jafnréttis- og mannréttindaráð fer með mannréttinda-, lýðræðis- og jafnréttismál í umboði bæjarstjórnar. Ráðið er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs er Ragnheiður Bóasdóttir.
Yfirlitssíða jafnréttis- og mannréttindaráðs

Leikskólanefnd

Leikskólanefnd fer með málefni leikskólanna, í umboði bæjarstjórnar, og málefni daggæslu í heimahúsum og gæsluleikvalla.
Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða leikskólanefndar

Skólanefnd

Skólanefnd fer með málefni grunnskólanna í umboði bæjarstjórnar og með málefni Skólahljómsveitar Kópavogs, Tónsala og Tónlistarskóla Kópavogs.
Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða skólanefndar

Svæðisskipulagsnefnd

Svæðisskipulagnefnd vinnur svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, viðheldur því og annast reglubundna endurskoðun. 
Yfirlitssíða svæðisskipulagsnefndar

Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fer með málefni umhverfis, náttúruverndar og samgöngumála í umboði bæjarstjórnar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. 
Yfirlitssíða umhverfis- og samgöngunefndar

Stjórn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins starfar í umboði sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. 
Yfirlitssíða stjórnar slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Hafnarstjórn

Hafnarstjórn gætir hagsmuna Kópavogshafna og hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnannar.
Fimm eru í hafnastjórn og jafnmargir til vara.
Yfirlitssíða hafnarstjórnar

Stjórn Sorpu

Stjórn Sorpu starfar eftir reglum sem byggja á stofnsamningi SORPU bs. /eigendastefnu. Stjórnin er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags.
Yfirlitssíða stjórnar Sorpu

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fer með yfirstjórn sjóðsins.
Í henni sitja fimm menn og kýs bæjarstjórn Kópavogsbæjar tvo.
Yfirlitssíða stjórnar lífeyrissjoðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Stjórn Strætó

Strætó bs. er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju sveitarfélagi. 
Yfirlitssíða stjórnar Strætó

Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs

Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs starfar í umboði sjálfseignarstofnunarinnar Tónlistarskóla Kópavogs. Í stjórninni eiga fimm menn sæti. 
Yfirlitssíða stjórnar tónlistarskóla Kópavogs

Lista- og menningarráð

Lista- og menningarráð fer með og mótar menningarstefnu bæjarins. Ráðið er skipað fimm fulltrúum auk áheyrnafulltrúa, og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða lista- og menningaráðs