- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Meðal verkefna er garðyrkja, gatnaviðhald og snjómokstur.
Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, fráveitu, sorphirðumálum og önnur þess háttar þjónusta við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.
Ef íbúar hafa ábendingar um framkvæmdir eða aðrar athugasemdir við ástand bæjarlands er ábendingum svarað í síma 441 0000. Einnig er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingarkerfi bæjarins hér.
Þjónustumiðstöðin er til húsa í Askalind 5. Hún er opin alla virka daga frá klukkan 8.00 til 16.00 nema föstudaga þegar lokað er klukkan 14.00.
Neyðarsími Þjónustumiðstöðvar er 892 - 8215 og vatnsveitu 840-2690. Athugið að neyðarsímar sinna eingöngu neyðartilvikum.