- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Fífuhvammur afmarkast af Reykjanesbraut í vestri, Arnanesvegi í norðri, og bæjarmörkum við Reykjavík annarsvegar og Garðabæ hinsvegar.
Eins og allsstaðar í Kópavogi eru falleg og skemmtileg svæði á Fífuhvammi sem gaman er að fara um.
Ofan Lindaskóla má finna skóg sem nemendur í leik- og grunnskólum hverfisins hafa verið að rækta. Einnig má finna á svæðinu útikennslustofu nemenda í nágranna skólum svæðisins. Var nafn skógarins ákveðið af nemendum Lindaskóla.
Skemmtileg sundlaug í efri byggðum Kópavogs. Sundlaugin er mikið notuð af íbúum jafnt sem gestum. Í sundlauginni má finna heita potta, rennibraut, nuddpott, eimbað og inni sundlaug. Í sundlaugarbyggingunni er ekki bara sundlaug heldur má þar einnig finna líkamsræktarsal og hefur eitt stærsta fimleikafélag landsins, Gerpla, aðstöðu sína í húsinu sem er eitt besta fimleikahús landsins.
Árið 1992 var reist á Hádegishólum í Salahverfi stúba. Stúba er helgidómur þeirra sem aðhyllast Búddadóm. Hún er byggð samkvæmt tíbeskum hefðum og koma búddistar reglulega til athafna að henni. Auk stúbunar má finna hvalbak á Hádegishólum þar sem ísaldarjökull skóf ofan af landinu efsta lagið og skildi eftir síg grágrýtisklöpp. Á klöppinni má finna jökulrispur sem allar liggja í þá átt sem jökulísinn hopaði fyrir um 10.000 árum.
Milli Kópavogs og Reykjavíkur liggur brattur stígur frá Kópavogsdal og að Kórahverfi. Stígurinn er vinsæll meðal hjólreiðafólks, göngufólks og hlaupara sem vilja koma hjartanu af stað. Þegar komið er upp á hrygginn eru þó nokkur leiksvæði ásamt setbekkjum fyrir þá sem vilja hvíla lúin bein í fallegu umhverfi. Frá Selhryggnum eru tengingar inn á stígakerfi Kópavogsdals, Seljahverfis, Lindahverfis, Salahverfis og Kórahverfis. Á góðum sumarkvöldum er útsýnið á sólarlagið einstakt frá þessum einstaka göngustíg.