Færni- og heilsumat

Til þess að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili þarf að hafa gilt færni- og heilsumat

Til að sækja um færni- og heilsumat þarf að fylla út umsóknareyðublað og koma því til Færni- og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Eyðublaðið má nálgast hér á vefnum eða í þjónustuveri Kópavogsbæjar.

Hér má lesa nánari upplýsingar um færni og heilsumat.

Smella hér til að opna umsókn um færni- og heilsumat. Vinsamlegast athugið að það opnast PDF skjal þegar smellt er á þessa slóð.