Leiðbeiningar um breytingar á húsnæði/lóð

Verkfærakista og leiðbeiningar um gæði byggðar og breytingar á húsnæði eða lóð.

Íbúar og hagsmunaaðilar sem vilja sækja um uppbyggingu eða breytingar á manngerðu umhverfi geta stuðst við eftirfarandi leiðbeiningar sem ætlað er að vera til upplýsingar og leiðarljós fyrir íbúa og hagsmunaaðila varðandi umsóknarferli um uppbyggingu eða breytingar á manngerðu umhverfi.

Markmið verkfærakistunnar er að draga saman helstu atriði sem hafa ber í huga vegna afgreiðslu umsókna um breytingar á húsnæði eða lóð. Með því að samræma framsetningu, meðhöndlun og afgreiðslu mála er leitast við að styðja við gæði byggðar og auka sjálfbærni í Kópavogi til framtíðar.

Leiðbeiningarnar eru settar fram í meðfylgjandi skjali.