Stjórnskipulag

Stjórnsýsla Kópavogsbæjar skiptist í þrjú svið: Menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið.  Skrifstofa þjónustu, skrifstofa áhættu- og fjárstýringar og skrifstofa mannauðs- og kjaramála starfa þvert á þessi þrú svið. Bæjarstjóri hefur umsjón með sviðunum og skrifstofunum sem og bæjarrita og skrifstofu umbóta og þróunar. Efst situr bæjarsjórn og undir henni heyrir bæjarstjóri annars vegar og bæjarráð hins vegar sem svo stjórnar innri endurskoðun.

Skipurit 2025

Hvert svið hefur sett stefnu sem byggir á heildarstefnu Kópavogsbæjar og yfirmarkmiðum úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Síðast uppfært 23. júní 2025