Gjaldskrá

Gjald er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót og nálgast má gjaldskrá hér fyrir neðan.

Almennt gjald fyrir fólk með fötlun er fyrir hverja ferð helmingur af fargjaldi strætó (nú kr. 335 kr.).
Þetta verð á við:

  • Fastar ferðir pantaðar með dags fyrirvara (fyrir kl. 16:00 daginn áður).
  • Kvöldferðir pantaðar fyrir kl. 16 á virkum dögum eða fyrir kl. 14 um helgar.
  • Gjald fyrir fylgdarmann er fullt fargjald Strætó.

Ferðir sem kosta kr. 1.000 kr.  aukalega:

  • Samdægurs ferðir, þ.e ferðir sem hafa ekki verið pantaðar fyrir klukkan 16 daginn áður.
  • Kvöldferð sem er pöntuð eftir kl. 16 á virkum degi eða eftir kl. 14 um helgi, með a. m. k. 2ja tíma fyrirvara.

Hægt er að kaupa 6 og 12 mánaða kort. Gildir fyrir fastar ferðir sem mætt er í.

  • Gjald árskorts miðast við árskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó (nú kr. 33.600kr.).
  • Gjald 6 mánaða korts miðast við 60% af árskorti fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó (nú kr. 20.160kr.).
  • Tímabilskort taka gildi þann 21. eftir greiðslu til og með 20. þess mánaðar sem áskriftin endar. 

Upplýsingar fyrir farþega

Farþegar með samþykkta akstursþjónustu panta bíl í síma 515 2720 hjá Teiti ehf sem sér um aksturinn. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Einnig má panta bíl með tölvupósti á netfangið ferd@teitur.is

Akstursþjónustan er í boði:
Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
Akstur á stórhátíðardögum er auglýstur sérstaklega.

Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.