- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Sækja þarf um akstursþjónstu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver. Með umsókn þarf að fylgja vottorð fagaðila sem staðfestir fötlun umsækjanda eða skort á getu hans til að ferðast með almenningsvögnum. Í umsókn þurfa að koma fram ástæður fyrir umsókn, svo og óskir um fjölda ferða.
Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441 0000.
Farþegar með samþykkta akstursþjónustu panta bíl í síma 515 2720 hjá Teiti ehf sem sér um aksturinn. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Einnig má panta bíl með tölvupósti á netfangið ferd@teitur.is
Akstursþjónustan er í boði:
Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
Akstur á stórhátíðardögum er auglýstur sérstaklega.
Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.
Gjald er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót og nálgast má gjaldskrá hér fyrir neðan.
Gjaldskrá
Almennt gjald fyrir fólk með fötlun er fyrir hverja ferð helmingur af fargjaldi strætó (nú kr. 325-)
Þetta verð á við:
Ferðir sem kosta kr. 1.000- aukalega:
SKV. 29 GR. LAGA FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA MEÐ SÍÐARI BREYTINGUM NR. 40/1991
1.gr. Markmið og forsendur
Lögboðin ferðaþjónusta er til afnota fyrir þá íbúa í Kópavogi sem heyra undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og geta ekki notað þjónustu almenningsvagna vegna langvarandi fötlunar og þarfnast sértækrar akstursþjónustu til að komast á milli staða á höfuðborgarsvæðinu.
Að jafnaði er miðað við akstur fyrir fólk frá 16 ára aldri og taka reglur þessar ekki til aksturs í leik- og grunnskóla.
Markmið lögboðinnar ferðaþjónustu er að gera notendum þjónustunnar kleift að stunda atvinnu og nám, sækja þjónustu og njóta tómstunda.
2. gr. Skilgreiningar á ferðum, fjöldi ferða og þjónustusvæði
Fjöldi ferða fer eftir samkomulagi umsækjenda og þjónustudeildar fatlaðra.
Ferð er skilgreind í reglum þessum sem akstur milli tveggja staða en ekki akstur fram og til baka.
Þjónustusvæði er höfuðborgarsvæðið frá Hafnarfirði í suðri og Kjalarnes í norðri.
3. gr. Gjaldtaka
Gjald fyrir hverja ferð skal miðast við helming af almennu fargjaldi Strætó og greiðist til Kópavogsbæjar.
Þeir sem fá úthlutað akstri á grundvelli samnings við Blindrafélagið greiða gjald í samræmi við það samkomulag til Blindrafélagsins. Sé þörf fyrir fylgdarmann er heimilt að innheimta sem svarar strætógjaldi fyrir hann.
Gjald fyrir akstursþjónustu sem veitt er vegna tímabundinnar hreyfihömlunar er ákveðin af velferðarráði og birt í gjaldskrá á heimasíðu bæjarins.
4. gr. Umsóknarferli og úthlutanir
Umsókn um ferðaþjónustu skal senda til þjónustuvers Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1. Þá er hægt að sækja um rafrænt á íbúagátt á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Í umsókn þarf að koma fram ástæða fyrir umsókn og rökstudd ósk um fjölda ferða. Læknisvottorð og/eða greinargerð annarra fagaðila skal fylgja umsókn.
Umsóknir eru lagðar fyrir deildarfundi þjónustu- og ráðgjafadeildar fatlaðra að jafnaði sjö dögum eftir að umsókn og gögn hafa borist. Umsókn er fyrst og fremst metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér þjónustu almenningsvagna eða aðra ferðamöguleika.
Umsækjendum er tilkynnt bréflega um úthlutun innan sjö daga frá ákvörðun. Umsækjandi getur áfrýjað ákvörðun deildarfundar til velferðarráðs innan fjögurra vikna frá því honum barst vitneskja um ákvörðun. Umsækjanda skal kynntur áfrýjunarréttur til úrskurðarnefndar velferðarmála þegar
niðurstaða velferðarráðs liggur fyrir.
Notanda ber að tilkynna velferðarsviði um allar breytingar sem verða á högum hans og snerta þessa þjónustu. Sækja þarf sérstaklega um fjölgun ferða.
5. gr. Framkvæmd
Þegar umsókn hefur verið samþykkt getur umsækjandi snúið sér beint til framkvæmdaraðila ferðaþjónustunnar, sem tekur á móti beiðnum notenda, veitir upplýsingar um aksturstíma og skipulagningu ferða.
Ein ferð telst frá A til B og önnur ferð til baka.
Mikilvægt er að farþegar séu tilbúnir til brottfarar í anddyri brottfararstaðar á tilsettum tíma. Sé ástæða til aðstoðar bílstjóri farþega frá anddyri og inn í bíl. Ekki er beðið eftir farþega á meðan hann sinnir erindum sínum og ekki er heimilt að bílstjóri sinni neinum erindum fyrir farþega.
Farþegar þurfa að vera viðbúnir því að um tafir og breytingar á áætlun geti orðið, sérstaklega vegna slæmrar færðar eða annarra óvæntra hindrana.
Geti farþegi ekki með nokkru móti, af tilteknum og rökstuddum ástæðum, nýtt sér ferðir með þeim sérútbúnu bifreiðum sem akstursaðili ferðaþjónustunnar rekur, getur hann farið fram á að fá samning um sérstaka útfærslu á framkvæmd.
7. gr. Áfrýjun
Umsækjandi getur skotið ákvörðun um úthlutun til velferðarráðs innan fjögurra vikna frá ákvörðun.
Jafnframt skal honum kynntur áfrýjunarréttur til úrskurðarnefndar velferðarmála þegar niðurstaðavelferðarráðs liggur fyrir.
8. gr. Gildistaka
Reglur þessar eru settar samkvæmt 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum.
Reglur þessar voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs 30.9.2019
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin