Bæjarritari

Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar ásamt því að vera staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hins síðarnefnda.

Bæjarritari er jafnframt yfir skrifstofu bæjarritara. Bæjarritari samræmir og hefur með höndum stjórn á starfsemi er undir skrifstofuna heyrir svo sem lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og stuðning við bæjarstjóra og fastanefndir bæjarins.

Pálmi Þór Másson er bæjarritari Kópavogsbæjar.

Síðast uppfært 12. september 2025