- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Ef þarfir nemenda eru þess eðlis að erfitt er að mæta þeim í almennu skólaúrræði geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barn í sérdeild eða sérskóla. Markmið sérdeilda og sérskóla er að veita nemendum jöfn tækifæri til náms og virkrar þátttöku í skólastarfi. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám í hvetjandi námsumhverfi þar sem er tekið mið af áhuga og getu nemenda.
Sérdeildir
Í Kópavogi starfa eftirfarandi sérdeildir.
Allir nemendur sérdeilda eru skráðir í almenna bekki og leitast er eftir félagslegri blöndun nemenda í leik og starfi.
Sérskólar
Ef þarfir barns eru þess eðlis að erfitt er að mæta þeim í almennum grunnskóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barn sitt í sérskóla. Sjá nánari upplýsingar um. Um er að ræða 3 skóla, Klettaskóla, Brúarskóla og Arnarskóla
Sjá nánari upplýsingar um skólana á heimasíðum þeirra.
Skólaakstur
Foreldrar grunnskólabarna sem uppfylla viðmið í reglum um akstursþjónustu fatlaðra að 16 ára aldri geta sótt um akstur til og frá skóla, í tómstundaúrræði utan skólans, í tal-, sjúkra- og iðjuþjálfun á skólatíma og á námskeið yfir sumarið. Reglur um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri skólaþjónustu á menntasviði í síma 441 0000.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin