- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Ýmis gögn Kópavogsbæjar eru aðgengileg þeim sem vilja skoða starfsemi sveitarfélagsins. Árangursmælikvarðar hafa verið notaðir í stefnumótun bæjarins.
Markmið Kópavogsbæjar eru að gera sem mest af gögnum aðgengileg. Hér fylgir yfirlit yfir þau gögn og þær mælingar sem eru aðgengilegar eins og sakir standa.
Framfaravogin
Samræmdar árangursmælingar nokkurra sveitarfélaga.
Heimsmarkmiðavísitala Kópavogsbæjar
Gefur sýn á stöðu innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem lið í innleiðingu á heildarstefnu Kópavogsbæjar. Mælir þróun á stöðu innleiðingar fyrir hvert og eitt Heimsmarkmið og mælir þróun á stöðu innleiðingar fyrir hvert og eitt yfirmarkmið heildarstefnu Kópavogsbæjar.
Hvert fara peningarnir?
Árið 2016 opnaði Kópavogsbær fjárhagsbókhald sitt, fyrst opinberra aðila á Íslandi. Í opnu bókhaldi bæjarins er meðal annars hægt að sjá hvert fjármunirnir flæða, til hvaða fyrirtækja og frá hvaða stofnunum/deildum kostnaðurinn myndast.
ISO37120 Lífskjara- og þjónustustaðallinn
Inniheldur 104 árangursmælingar á þjónustu og gæði búsetu í sveitarfélögum. Kópavogsbær hefur frá fyrstu úttekt fengið platínu vottun en það er hæsta mögulega vottun.
ISO37122 Snjallborgarstaðallinn
Inniheldur 80 árangursmælingar um snjallvæðingu sveitarfélaga. Kópavogsbær er ein af stofnborgum staðalsins í samstarfi við World Council on City Data og er með frumkvöðlavottun sem eitt af fyrstu sveitarfélögum í heiminum til að innleiða staðalinn.
Mánaðarskýrslur
Kópavogsbær hefur frá því árið 2009 gefið út mánaðarskýrslu og í henni hafa birst helstu lykiltölur rekstrarins í hverjum mánuði ásamt almennum starfsemismælingum
Mælaborð barnvænna sveitarfélaga
Við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi var þróað mælaborð sem hefur að geyma safn mælinga úr rannsóknum á velferð og stöðu barna og ungmenna í Kópavogi.
Hefur þú ábendingu um hvað betur má fara? Hafðu samband.