Opin gögn

Unnið er að því að opna á þau gögn Kópavogsbæjar sem mega vera opin.    Stefnt er að því að opna öll gögn sem leyfilegt er að opna og þiggjum við allar ábendingar um slíkt.  Ef þú hefur ábendingu um að opna frekari gögn þá endilega sendu okkur tillögu um það  hér.

Hjá Kópavogsbæ verður til mikið af gögnum á hverjum degi.  Þetta eru gögn sem viðhaldið er af starfsmönnum stofnanna og deilda bæjarins.  Kópavogsbær hefur frá því árið 2009 gefið út mánaðarskýrslu og í henni hafa birst helstu lykiltölur rekstrarins  í hverjum mánuði.  Árið 2016 opnaði Kópavogsbær fjárhagsbókhald sitt, fyrst opinberra aðila á Íslandi.  Í opnu bókhaldi bæjarins er meðal annars hægt að sjá hvert fjármunirnir flæða, til hvaða fyrirtækja og frá hvaða stofnunum/deildum kostnaðurinn myndast (sjá kynningu á opnu bókhaldi hér).   Birting opinna gagna er í stöðugri þróun og hér að neðan eru nokkur dæmi um opin gögn bæjarins.

Heimsmarkmiðavísitala Kópavogsbæjar
Þróun á stöðu innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi

Hver fara peningarnir?
Opið bókhald Kópavogsbæjar

Framfaravogin
Samræmdar árangursmælingar nokkurra sveitarfélaga

ISO37120 - Lífskjara- og þjónustustaðallinn
Árangursmælingar á þjónustu og gæði búsetu í Kópavogi

ISO37122 - Snjallborgastaðallinn
Mælingar á snjallvæðingu í Kópavogi

Mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar
Margvísleg gögn úr rekstri Kópavogsbæjar

Mælaborð barnvænna sveitarfélaga
Mælingar á velferð barna í Kópavogi

 
Síðast uppfært 09. desember 2021