Grenndargámar

Grenndargámar eru á 11 stöðum í Kópavogi. Á öllum stöðvum er hægt að taka við málma, gler, textíl og flöskum. Á fimm þeirra er hægt að losa einnig pappa og plast. Frekari upplýsingar um staðsetningar grenndargáma má finna á heimsíðu SORPU.

SORPA.is - Grenndargámar

Hvaða sorptunnur eru í boði?

Lögum samkvæmt er skylt að safna við öll íbúðarhús lífrænum eldhúsúrgangi, pappír og pappa, plastumbúðum og blönduðum úrgangi. 

Sorpílát sem losuð eru í Kópavogi eru í eigu bæjarins. Kópavogur sér um að viðhalda og endurnýja skemmd sorpílát. Ef tjón á íláti er hægt að rekja til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess. Það er á ábyrgð íbúa að hreinsa ílátin og sjá til þess að ílátin eru aðgengileg þeim sem losa sorpið.

Almennt eru fjórar stærðir af sorptunnum í umferð. Það getur verið mismunandi eftir úrgangsflokki hvaða stærð er í boði. 

Tunnutegundir sem eru í boði fyrir hvern úrgangsflokk:

Blandaður úrgangur
Tvískipt tunna
240 lítra
360 lítra
660 lítra

Matarleifar
Tvískipt tunna
140 lítra

 

Pappi og pappír
Tvískipt tunna
240 lítra
360 lítra
660 lítra

Plastumbúðir
Tvískipt tunna
240 lítra
360 lítra
660 lítra

 

Stærðir tunna:

Tegund Hæð Breidd Dýpt
140 lítra 1100 mm 505 mm 555 mm
240 lítra 1169 mm 580 mm 724 mm
360 lítra 1150 mm 590 mm 880 mm
660 lítra 1225 mm 1255 mm 775 mm

 

Tvískiptar tunnur:

Tvískiptar tunnur eru eingöngu í boði fyrir sérbýli. Það eru tvær tegundir af tvískiptum tunnum, annars vegar fyrir blandað og matarleifar og einnig fyrir pappa og plast.
Allar tvískiptar tunnur eru 240 lítra.

Tvískipt tunna fyrir blandaðan úrgang og matarleifar. 

  • Blandaður úrgangur fer í stærra hólfið
  • Matarleifar fara í minna hólfið

Tvískipt tunna fyrir pappa og plast

  • Pappi og pappír fer í stærra hólfið
  • Plast fer í minna hólfið

Hver losar sorpið?

Verktakafyrirtækið Kubbur sinnir tæmingu fyrir Kópavogsbæ. Allir úrgangsflokkar eru tæmdir á tveggja vikna fresti.

Djúpgámar eru losaðir af Íslenska gámafélaginu samkvæmt skynjurum og fylgja því ekki sorphirðudagatalinu.

Líta skal á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal. Veðurfar, veikindi, bilanir og aðrir ófyrirséðir þættir geta haft áhrif en almennt ætti ekki að skeika meiru en ½ til 1 degi á sorphirðu milli hverfa.

Sorphirðudagatal

Samkvæmt gr. 6.12.18 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.

Hvað eru djúpgámar?

Djúpgámar eru niðurgrafnir sorpgámar þar sem úrgangi er fleygt inn um toppstykki sem líkist oftast hefðbundinni rusla- eða flokkunartunnu. Djúpámar leysa af hólmi hinar hefðbundnu sorpgeymslur og sorpgerði. Djúpgámar eru útbúnir skynjurum sem segja til um fyllingarhlutfall gámsins og er hann einungis tæmdur þegar hann er fullur eða við það að verða fullur.

Flokkun í djúpgáma er á sama hátt og í hefðbundnar tunnur. Þá þarf að hafa sér djúpgám fyrir hvern úrgangsflokk. 

Hönnunarviðmið djúpgáma