Sorp og endurvinnsla

Með því að flokka heimilisúrgang drögum við úr sóun og endurnýtum verðmæti.
Í Kópavogi er fjórflokkun sorps við hvert íbúðarhús lögum samkvæmt. Matarleifum, plasti, pappír og blönduðum úrgangi er safnað af sorphirðunni á tveggja vikna fresti. Auk þessara flokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa það á grenndarstöðvum eða næstu endurvinnslustöð.

Fyrirtækið Kubbur tók við sorphirðu í Kópavogi 1. ágúst 2024. Nýtt sorphirðudagatal tók gildi sama dag.

Beiðni um breytingu á sorptunnum

Í Kópavogi er fjórflokkun á heimilissorpi. Samræmt flokkunarkerfi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins var innleitt 2023 og byggir á breytingum á lögum um meðhöndlum úrgangs. Lögin kveða á um að skylt verður að safna eftirfarandi fjórum flokkum við öll íbúðarhús. Það er matarleifar, blönduðum úrgangi, plasti, pappír og pappa. Þá verður einnig skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa á grenndargámastöðvum.

Allir úrgangsflokkar við íbúðarhús í Kópavogi eru tæmdir á 14 daga fresti. Notaðu leitargluggann undir sorphirðudagatal til að sjá hvenær næsta losun er áætluð í þinni götu.

Læstar sorpgeymslur þurfa að 

Íbúum hefur verið úrvegað ílát til að safna lífrænum úrgangi inn á heimilum. Matarleifum er safnað í bréfpoka sem brotna auðveldlega niður og festast ekki í vélbúnaði móttökustöðva Sorpu. Það er ekki leyfilegt að henda matarleifum í maíspokum eða plastpokum.

Það er hægt að nálgast grænu körfurnar í móttöku bæjarskrifstofunnar Digranesvegi 1, í Þjónustumiðstöð bæjarins í Askalind 5 og í endurvinnslustöð Sorpu á Dalveg. Bréfpokana er hægt að nálgast að kostnaðarlausu á endurvinnslustöðvum Sorpu og í Góða hirðinum.

Allar almennar upplýsingar um fjórflokkun heimilissorps má finna á vefnum www.flokkum.is

 

Hvað fer í hvaða tunnu?

Á heimasíðu Sorpu www.sorpa.is er leitargluggi merktur „Hvað á að gera við...“. Þar er hægt að slá inn öllu því helsta sem fellur til á heimilum. T.d. ef skrifað er eggjabakki í gluggann kemur fram að slíkt eigi að fara í pappírstunnuna.

Hér að neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um hvað fer í hvaða tunnu við íbúðarhús.

Matarleifar

Í tunnuna fyrir matarleifar má fara meðal annars:

  • Kjöt, fiskur og bein
  • Eggjaskurn
  • Kaffikorgur og kaffipokar
  • Grænmeti og ávextir
  • Sælgæti

Sjá nánari upplýsingar um flokkun matarleifa.

Plastumbúðir

Í plasttunnuna fara meðal annars:

  • Plastumbúðir
  • Snakkpokar
  • Plastfilmur
  • Plastpokar
  • Sjampóbrúsar

Pappír og pappi

Í pappírstunnuna fara meðal annars:

  • Pappírsumbúðir
  • Dagblöð og tímarit
  • Bréfpokar
  • Pítsakassar
  • Fernur
  • Skókassar

Það er góð regla er að rífa stærri pappaumbúðir niður til að spara plássið í tunnunni.

Blandaður úrgangur

Í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fara meðal annars:

  • Blautklútar
  • Ryksugupokar
  • Bleyjur
  • Tíðarvörur
  • Bökunarpappír
  • Kattasandur
  • Einnota hanskar og grímur

Athugið að málmur fer ekki lengur laus í almennt heldur þarf að skila honum inn á grenndarstöðvar.

Vilji íbúar læsa sorpgeymslum þá þurfa þeir að gæta þess að læsingarnar gangi fyrir samræmdu lyklakerfi sorphirðunnar. Nánari upplýsingar fást hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs.


Grenndargámastöðvar

Unnið er að því að betrumbæta grenndarstöðvarnar í Kópavogi. Grenndarstöðvarnar skiptast í smærri og stærri stöðvar. Á smærri stöðvunum er hægt að skila gleri og málmum en á stærri eru einnig gámar fyrir pappa og plast.

Textílsöfnun á grenndarstöðvum er á vegum Rauða krossins. Gámur fyrir textíl er til staðar á 7 grenndarstöðvum í bænum.

Með vormánuðum verða grenndarstöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu búnir snjallskynjurum. Það mun bæta þjónustu við íbúa, tryggja tímanlega losun og fyrirbyggja fulla gáma.

Smærri grenndarstöð

Smærri grenndastöðvar eru í nærumhverfi íbúa og eru staðsettar víðsvegar um bæjinn. Þar eru gámar fyrir gler, málm og flöskur. Textílgámar eru til staðar á flestum smærri grenndarstöðvum.

  • Í málmgáminn má setja meðal annars niðursuðudósir, álpappír, álpakkar, málmlok af krukkum, sprittkertakoppar, skrúfur o.fl.
  • Í glergáminn má setja glerkrukkur, litað og glært gler, krukkur, rúðugler, o.fl. Athugið að postulín á ekki heima í þessum gám.
  • Grænir skátar safna skilagjaldsumbúðum á grenndarstöðvum. Þar má skila dósum og flöskur úr áli, plasti og gleri.
  • Í textílgáminn má setja allan textíl, hvort sem hann sé nothæfur eða ekki. Þar má meðal annars fara fatnaður, götóttir sokka, gluggatjöld, teppi, koddar o.fl.

 

Stærri grenndarstöð

Stærri grenndarstöðvar eru á fjórum stöðum í bænum, Borgarholti, Engihjalla, Salaveg og Vallakór. Ásamt þeim fjórum flokkum sem er safnað á litlu grenndarstöðvunum verður einnig hægt að losa sig við plast, pappa og pappírsúrgang frá heimilum. 

 


Beiðnir um breytingar á sorptunnum

Allar beiðnir um breytingar á sorptunnum við íbúðarhús fara í gegnum beiðnaform sem er aðgengilegt inn á Þjónustugátt Kópavogsbæjar.

Allar beiðnir um breytingar þurfa að berast í gegnum beiðnaformið. Símtöl og tölvupóstsamskipti eru ekki fullnægjandi.

Athugið að greiða þarf breytingargjald kr. 4.500. Krafa stofnast eftir að breyting hefur verið framkvæmd. Ef krafa er ekki greidd er breytingin afturkölluð.

Sorpílát sem losuð eru í Kópavogi eru eign bæjarins. Kópavogur sér um að viðhalda og endurnýja skemmd sorpílát. Ef tjón á íláti er hægt að rekja til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess. Það er á ábyrgð íbúa að hreinsa ílátin. 

Fyrirspurnir og spurningar um sorpílát er hægt að nálgast í síma í síma 441 9000.

Aðgengi að sorptunnum

Samkvæmt gr. 6.12.18 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði um aðgengi sorptunna.

Tröppur

  • Það getur reynst sérlega erfitt að koma þungum tunnum upp tröppur. Þær geta einnig verið ástæða meiðsla starfsfólks sorphirðu. Skábrautir eru nauðsynlegar til að bæta aðgengi í tröppum.
  • Ef tröppur hindra aðgang að sorpílátum má kanna hvort önnur staðsetning sé möguleg.

Birta

  • Það er mikilvægt að góð lýsing sé til staðar fyrir sorphirðufólk, sem og íbúa hússins. Góð lýsing inn í ruslakompum eða þar sem sorpílát eru geymd skiptir miklu máli.

Hindranir

  • Það er mikilvægt að gæta þess að ekkert sé í gangvegi fyrir starfsfólk sorphirðu. Hindranir geta orsakað að sorpílát séu ekki tæmd.
  • Dæmi um hindranir eru reiðhjól, bílar, barnavagnar, læsingar á geymslustað ílátanna, snjór eða annað slíkt.

Snjór og hálka

  • Það er mikilvægt að moka snjó úr gangvegi starfsfólks á losunardögum. Einnig er mikilvægt að sanda eða salta í hálku til að forðast slys starfsfólks.

Hundar

  • Á losunardögum er betra að hundum sé haldið fjarri. Ef hundur er tjóðraður á lóð er mikilvægt að hann verði ekki í vegi starfsfólks við sorphirðu.

Hurðir

  • Að hurðir haldist opnar meðan starfsfólk athafnar sig flýtir fyrir sorphirðu. Hurðapumpur og krókar sem halda hurðum opnum á meðan losun fer fram gerir vinnuna auðveldari og skilvirkari

Staðsetning

  • Athugið að samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi eiga allar tunnur hvers húss að vera geymdar á sama stað

Undirlag

  • Það er mun auðveldara að draga tunnur eftir malbiki eða hellum heldur en grasi eða möl. Gott undirlag flýtir fyrir sorphirðu.

Lofthæð

  • Of lítil lofthæð í aðkomuleiðum gerir starfsfólki erfitt fyrir og eykur álag.
  • Ef það er lág lofthæð hindra þar sem sorpílát eru geymd má kanna hvort önnur staðsetning sé möguleg.

Efnisval

  • Efnisval við klæðningu, dyrakarma, gólf og veggi þarf að vera slitsterkt og gert þannig að það skemmist ekki vegna umgengni um sorpílátin.

Læstar geymslur

  • Vilji íbúar læsa sorpgeymslum þá þurfa þeir að gæta þess að læsingarnar gangi fyrir lyklakerfi sorphirðunnar. Nánari upplýsingar fást hjá Íslenska Gámafélaginu.

Hvaða sorptunnur eru í boði?

Lögum samkvæmt er skylt að safna við öll íbúðarhús lífrænum eldhúsúrgangi, pappír og pappa, plastumbúðum og blönduðum úrgangi.

Almennt eru fjórar stærðir af sorptunnum í umferð. Það getur verið mismunandi eftir úrgangsflokki hvaða stærð er í boði.

Tunnutegundir sem eru í boði fyrir hvern úrgangsflokk:

Blandaður úrgangur
240 lítra
360 lítra
660 lítra
Tvískipt tunna


Matarleifar
140 lítra
Tvískipt tunna

Pappi og pappír
240 lítra
360 lítra
660 lítra
Tvískipt tunna

Plastumbúðir
240 lítra
360 lítra
660 lítra
Tvískipt tunna

 

Stærðir tunna:

Tegund Hæð Breidd Dýpt
140 lítra 1100 mm 505 mm 555 mm
240 lítra 1169 mm 580 mm 724 mm
360 lítra 1150 mm 590 mm 880 mm
660 lítra 1225 mm 1255 mm 775 mm

 

Tvískiptar tunnur:

Það eru tvær tegundir af tvískiptum tunnum í boði.
Allar tvískiptar tunnur eru 240 lítra.

Tvískipt tunna fyrir blandaðan úrgang og matarleifar.

  • Blandaður úrgangur fer í stærra hólfið
  • Matarleifar fara í minna hólfið

Tvískipt tunna fyrir pappa og plast

  • Pappi og pappír fer í stærra hólfið
  • Plast fer í minna hólfið

 

Tæmingar á tunnum

Íslenska gámafélagið sinnir tæmingu fyrir Kópavogsbæ. Almennt eru tunnurnar tæmdar á 14 daga fresti. Sorphirðudagatal má sjá í tengdum skjölum hér til hliðar á síðunni.
Sorphirðudagatal

Samkvæmt gr. 6.12.18 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.

Djúpgámar

Færst hefur í vöxt að komið sé fyrir djúpgámum utan við fjölbýli eða stofnanir sem leysa af hólmi hinar hefðbundnu sorpgeymslur eða sorpgerði. Djúpgámar eru niðurgrafnar sorpgeymslur þar sem úrgangi er fleygt inn um toppstykkið sem líkist oftast hefðbundinni rusla- eða flokkunartunnu. Flokkun í djúpgáma er á sama hátt og í hefðbundnar tunnur. Þá þarf að hafa sér djúpgám fyrir hvern úrgangsflokk.

Í djúpgámum eiga að vera skynjarar sem segja til um fyllingarhlutfall gámsins og er hann einungis tæmdur þegar hann er fullur eða við að verða fullur – hefðbundin sorphirðudagatöl eiga því ekki við um djúpgáma.

Fyrir fjölbýli sem hafa áhuga á því að setja niður djúpgáma geta skoðað leiðbeiningar og kröfulýsingar vegna djúpgáma.

Endurvinnsla

Efni úr endurvinnslutunnunni er flokkað, baggað og sent til endurvinnslufyrirtækja í Evrópu.

Plastumbúðir fara til Svíþjóðar þar sem því er flokkað eftir plasttegundum og hakkað og síðan selt til plastfyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plastinu. Það plast sem ekki er endurvinnanlegt af einhverjum ástæðum fer til orkuvinnslu þar sem orkan úr plastinu er nýtt til raforkuframleiðslu og hitunar. Árið 2019 fóru um 75% af umbúðunum til efnislegrar endurvinnslu en 25% fóru til orku- og hitavinnslu.

Pappír fer til hráefnisheildsala í Hollandi þar sem hann er flokkaður og endurunninn hjá viðskiptavinum heildsalans. Ekki er teljandi rýrnun á pappírsflokkunum við flokkun og því fer allt hráefnið til endurvinnslu sem árið 2019 var rétt tæplega eitt og hálft tonn.

Stærsti hluti hráefnisins sem er flokkaður í Kópavogi er nýttur í efnislega endurvinnslu en sá hluti sem ekki er endurvinnsluhæfur fer í að framleiða hita og rafmagn fyrir frændur okkar í Skandinavíu.

Sorphirðugjöld

Sorphirðugjöld eru innifalin í fasteignagjöldum og eru tvær tunnur innifaldar í gjaldinu. Hægt er að sækja um aukatunnu með að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 441 9000. Greitt er aukagjald fyrir viðbótartunnu.

Merkingar til að hengja upp í sorpgeymslum: