Bæjarráð

Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn bæjarfélagsins. Bæjarráð er skipað fimm aðalmönnum auk áheyrnarfulltrúa og jafnmörgum varamönnum.

Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn bæjarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Bæjarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir bæjarstjórn.
Þá sér bæjarráð um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella. Bæjarstjórn getur falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála, nema lög mæli á annan veg.

Bæjarráð fundar einu sinni í viku á fimmtudagsmorgnum kl. 8.15. Bæjarritari ritar fundargerðir bæjarráðs.

Síðast uppfært 29. febrúar 2024