Sumar í Kópavogi
Skráningar á námskeið á vegum Kópavogsbæjar hefjast 1.maí en skráningardagur á önnur leikja,- og íþróttanámskeið er að finna á heimasíðum félaganna.
Velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi.
Gleðilegt sumar.
Skráningar á námskeið á vegum Kópavogsbæjar hefjast 1.maí en skráningardagur á önnur leikja,- og íþróttanámskeið er að finna á heimasíðum félaganna.
Velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi.
Gleðilegt sumar.
Heilsuræktarnámskeiðin bjóða uppá fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi leikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 9 til 15 ára. Kennsla er í ólympískum lyftingum, fimleikum, almennum þol, - og þrekæfingum ásamt því að fjalla um mikilvægi á hollum og heilsusamlegum lífsstíl.
Menningarkrakkar 2025
Skapandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára (1. – 4. bekk)
Á námskeiðinu er boðið upp á vettvangsferðir og spennandi listsmiðjur.
Námskeiðið fer fram dagana 18. – 21. ágúst frá klukkan 09:00 – 12:00
Námskeiðsgjald er 10.800 kr. og systkinaafsláttur reiknast við skráningu.
Hámarksfjöldi barna á námskeiðinu er 18 börn.
ATH! Börnin þurfa að hafa með sér hollt nesti, hlífðarföt og stígvél
Ofurhetjur í bókasafninu
Í Bókasafni Kópavogs verður verkefnið umhverfisofurhetja í allt sumar. Umhverfisofurhetjan er vitundarvakningarverkefni og er samstarfsverkefni bókasafnsins og Náttúrfræðistofu Kópavogs, þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni. Sérstök Ofurhetjunámskeið verða svo á bókasafninu í ágúst.
Ofurhetju -Origami námskeið verður þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.00 - 15.00.
Ofurhetju -grímu námkseið miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.00 - 15.00
Ofurhetju - perl námskeið fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.00 - 15.00
Uppskeruhátíð sumarlesturs verður miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.00, þar verður fagnað lestrarhetjum sumarsins og Bjarni Fritzson verður gestur þar.
Bókasafns Kópavogs
Hamraborg 6a
sími: 441 6800
Vefslóð: bokasafn.kopavogur.is
Netfang: bokasafn(hjá)kopavogur.is
Á vegum íþróttafélaga í Kópavogi og nágreni er fjöldi fjölbreyttra íþrótta - og ævintýranámskeiða. Sumarnámskeiðin eru fyrir börn frá 6 ára aldri.
Breiðablik
Sími: 591 1100
Gerpla
Sími: 513 88000
GKG golfleikjanámskeið
Sími: 570 7373
HK sumarnámskeið (6-11 ára)
Sími: 513 8700
Sumarnámskeið VBC/HFK
Nánari upplýsingar um námskeiðin, námskeiðsvikur, gjaldskrá .
Fjölbreytt tómstundanámskeið ýmissa tómstundafélaga er að finna fyrir börn og unglinga yfir sumartímann.
Fótboltaland – Smáralind (7- 12 ára)
Myndlistaskóli Kópavogs (börn, unglingar, fullorðnir)
Reiðskólinn Hestalíf
Hægt er að senda póst á reidskolinnhestalif(hjá)gmail.com eða hringja í síma 862 3646
Smárabíó námskeið ( 6 -10 ára)
Sumarnámskeið KFUM & KFUK (6 - 9 ára)
Stuttmyndaskólinn ( 10 -12 ára)
Öll skráning fer í gegnum tölupóstfangið myndmidlun(hjá)gmail.com og í símum 666 7474 / 554 0056
Mælst er til að mætt sé tímanlega með barnið/ börnin á námskeið. Oft er lagt upp í lengri eða styttri ferðir kl. 09:00 að morgni og kl. 13:00 eftir hádegi. Foreldrar eru beðnir að tilkynna, á hverjum morgni, til forstöðumanna ef forföll verða, t.d. vegna veikinda. Ef barn á við sjúkdóm eða fötlun að einhverju tagi er æskilegt að slíkt sé tekið fram við skráningu á námskeið. Þannig er hægt að mæta þörfum barnsins frá fyrsta degi.
Gerðar eru miklar kröfur um þjálfun og þekkingu starfsfólks á viðfangsefnum námskeiðanna og um að fyllsta öryggis sé gætt. Sérstök aðgát er höfð í sundferðum, siglingum og þegar ferðast er með börnin á milli staða. Í öryggisskyni eru ekki fleiri en 20 börn á hvern leiðbeinanda nema á sértækum námskeiðum svo sem siglingum og á námsleiðum fyrir börn með sérþarfir, þar eru börnin færri á hvern leiðbeinanda.
Allir starfsmenn sumarnámskeiða ljúka námskeiði í skyndihjálp, fá leiðsögn í viðbrögðum á mismunandi hegðun barna og brýnustu öryggismálum í umhverfi námskeiðanna, varðandi sund, siglingar og ferðir með börnin.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin