Aðgengi og viðhald sorptunna
Ábendingar um bilaðar sorptunnur skal senda á thjonustumidstod@kopavogur.is eða hafa samband í síma 441-9000.
Eingöngu er tekið á móti beiðnum um breytingar á sorptunnum í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Ábendingar um bilaðar sorptunnur skal senda á thjonustumidstod@kopavogur.is eða hafa samband í síma 441-9000.
Eingöngu er tekið á móti beiðnum um breytingar á sorptunnum í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Í Kópavogi er notast við samræmt lyklakerfi fyrir læstar sorpgeymslur. Það er á ábyrgð húsfélags að sorpgeymsla sé aðgengileg sorphirðunni. Kópavogsbær tekur ekki við stökum lyklum frá húsfélögum. Talnalásar eru ekki samþykktir. Samræmt kerfi er til sölu hjá Lásum neyðarþjónustu á Skemmuvegi 4.
Samkvæmt kafla 6.12 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.
Læsing
Séu sorpgeymslur eða -gerði læst skal notast við lyklakerfi sveitarfélagsins. Þar sem fara þarf um lokuð hlið eða hurðir getur sveitarfélagið farið fram á að til staðar sé búnaður, t.d. krækjur, til að halda hurðum og hliðum opnum meðan losun fer fram.
Tröppur
Birta
Hindranir
Snjór og hálka
Hundar
Hurðir
Staðsetning
Undirlag
Lofthæð
Efnisval
Læstar geymslur
Sorpílát sem losuð eru í Kópavogi eru í eigu bæjarins. Kópavogur sér um að viðhalda og endurnýja skemmd sorpílát. Ef tjón á íláti er hægt að rekja til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess. Það er á ábyrgð íbúa að hreinsa ílátin.
Fyrir frekari upplýsingar má nálgast í síma 441 9000.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin