Samræmt lyklakerfi í Kópavogi

Í Kópavogi er notast við samræmt lyklakerfi fyrir læstar sorpgeymslur. Það er á ábyrgð húsfélags að sorpgeymsla sé aðgengileg sorphirðunni. Kópavogsbær tekur ekki við stökum lyklum frá húsfélögum. Talnalásar eru ekki samþykktir. Samræmt kerfi er til sölu hjá Lásum neyðarþjónustu á Skemmuvegi 4.

Um aðgengi að sorptunnum

Samkvæmt kafla 6.12 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.

Mikilvæg atriði um aðgengi sorptunna og geymslna.

Læsing

  • Séu sorpgeymslur eða -gerði læst skal notast við lyklakerfi sveitarfélagsins. Þar sem fara þarf um lokuð hlið eða hurðir getur sveitarfélagið farið fram á að til staðar sé búnaður, t.d. krækjur, til að halda hurðum og hliðum opnum meðan losun fer fram.

Tröppur

  • Það getur reynst sérlega erfitt að koma þungum tunnum upp tröppur. Þær geta einnig verið ástæða meiðsla starfsfólks sorphirðu. Skábrautir eru nauðsynlegar til að bæta aðgengi í tröppum.
  • Ef tröppur hindra aðgang að sorpílátum má kanna hvort önnur staðsetning sé möguleg.

Birta

  • Það er mikilvægt að góð lýsing sé til staðar fyrir sorphirðufólk, sem og íbúa hússins. Góð lýsing inn í ruslakompum eða þar sem sorpílát eru geymd skiptir miklu máli.

Hindranir

  • Það er mikilvægt að gæta þess að ekkert sé í gangvegi fyrir starfsfólk sorphirðu. Hindranir geta orsakað að sorpílát séu ekki tæmd.
  • Dæmi um hindranir eru reiðhjól, bílar, barnavagnar, læsingar á geymslustað ílátanna, snjór eða annað slíkt.

Snjór og hálka

  • Það er mikilvægt að moka snjó úr gangvegi starfsfólks á losunardögum. Einnig er mikilvægt að sanda eða salta í hálku til að forðast slys starfsfólks.

Hundar

  • Á losunardögum er betra að hundum sé haldið fjarri. Ef hundur er tjóðraður á lóð er mikilvægt að hann verði ekki í vegi starfsfólks við sorphirðu.

Hurðir

  • Að hurðir haldist opnar meðan starfsfólk athafnar sig flýtir fyrir sorphirðu. Hurðapumpur og krókar sem halda hurðum opnum á meðan losun fer fram gerir vinnuna auðveldari og skilvirkari

Staðsetning

  • Athugið að samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi eiga allar tunnur hvers húss að vera geymdar á sama stað

Undirlag

  • Það er mun auðveldara að draga tunnur eftir malbiki eða hellum heldur en grasi eða möl. Gott undirlag flýtir fyrir sorphirðu.

Lofthæð

  • Of lítil lofthæð í aðkomuleiðum gerir starfsfólki erfitt fyrir og eykur álag.
  • Ef það er lág lofthæð hindra þar sem sorpílát eru geymd má kanna hvort önnur staðsetning sé möguleg.

Efnisval

  • Efnisval við klæðningu, dyrakarma, gólf og veggi þarf að vera slitsterkt og gert þannig að það skemmist ekki vegna umgengni um sorpílátin.

Læstar geymslur

  • Vilji íbúar læsa sorpgeymslum þá þurfa þeir að gæta þess að læsingarnar gangi fyrir samræmdu lyklakerfi sorphirðunnar í Kópavogi. Nánari upplýsingar fást hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs.

Sorpílát sem losuð eru í Kópavogi eru í eigu bæjarins. Kópavogur sér um að viðhalda og endurnýja skemmd sorpílát. Ef tjón á íláti er hægt að rekja til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess. Það er á ábyrgð íbúa að hreinsa ílátin.

Fyrir frekari upplýsingar má nálgast í síma 441 9000.