Velferðarsvið

Velferðarsvið skiptist í ráðgjafa- og íbúðadeild, þjónustu- og ráðgjafardeild fatlaðs fólks, þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra, barnavernd, rekstrardeild og skrifstofu sviðsstjóra.

Velferðarsvið

Velferðarsvið Kópavogs annast framkvæmd félagslegrar þjónustu Kópavogsbæjar eins og lög og reglugerðir kveða á um og samkvæmt þeim reglum sem bæjarstjórn setur. Hlutverk sviðsins er að veita árangursríka þjónustu sem mætir fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir stuðning. Leitast er við að veita framsækna þjónustu sem byggir á sérfræðiþekkingu og þverfaglegu samstarfi.

Velferðarsvið leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Stefnuáherslur og meginmarkmið stefnu velferðarsviðs tengjast yfirmarkmiðum Kópavogsbæjar sem fengin eru úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Sviðsstjóri er Sigrún Þórarinsdóttir

Síðast uppfært 08. febrúar 2022