Siðareglur bæjarfulltrúa í Kópavogi voru samþykktar í bæjarstjórn 28. janúar 2025 á 1313.fundi bæjarstjórnar.
Siðareglurnar eru unnar af forsætisnefnd en komið var að endurskoðun þeirra siðareglna sem gilt hafa um kjörna fulltrúa og voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogi árið 2015. Fyrst voru settar siðareglur árið 2009.
Siðareglur bæjarfulltrúa
- Við störfum í þágu allra Kópavogsbúa með opnu samtali, virku upplýsingaflæði og hlustum á ólík sjónarmið. Farsæld íbúanna og komandi kynslóða er okkar hjartans mál.
- Við stöndum vörð um fjárhag bæjarins og förum vel með eigur hans enda er traustur rekstur undirstaða farsældar og vaxtar.
- Við störfum af heilindum og ábyrgð, sýnum háttvísi og berum virðingu fyrir skoðunum annarra.
- Það á að vera gott að vinna hjá Kópavogsbæ og í því augnamiði virðum við hlutverk og störf starfsfólks, sýnum kurteisi og tillitssemi í samskiptum.
- Við nýtum ekki stöðu okkar, upplýsingar né þiggjum gjafir í starfi ef það er í þágu eigin hagsmuna eða hagsmuna tengdra aðila.
- Við gerum grein fyrir hagsmunum eða tengslum, leiki vafi á hæfi okkar í meðferð mála.
- Við kynnum okkur málin, komum undirbúin til starfa, segjum satt og rétt frá, gætum trúnaðar og sýnum sanngirni í hvívetna.