Gjaldskrá sorphirðugjalda
Breytingar tóku gildi 1. janúar 2025 um innheimtu sorphirðugjalda hjá Kópavogsbæ skv. 2.mgr.23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs. Sveitarfélögum er gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs niður á hvern aðila. Sorphirðugjöld í Kópavogi eru innheimt eftir rúmmálsaðferð þar sem stærð og fjöldi íláta hvers úrgangsflokks áætlar gjöldin.