PMTO foreldranámskeið er ætlað forsjáraðilum barna á aldrinum fjögurra til tólf ára, með væga hegðunarerfiðleika.

Árlega eru haldin tvö PMTO foreldranámskeið í Kópavogi, á vor- og haust önn. Foreldrar á biðlista fá sendan tölvupóst með upplýsingum um næsta námskeið um mánuði áður en það hefst.

Æskilegt er að báðir foreldrar mæti á námskeiðið og mikil áhersla lögð á að foreldrar mæti í alla tímana.

PMTO foreldranámskeið er kennt einu sinni í viku í 8 vikur frá kl. 16:30-18:00. Foreldrar fá heimavinnu sem meðferðaraðilar fylgja eftir með vikulegum símtölum sem foreldrar eru hvattir til að nýta sér.

Námskeiðsgjald er kr. 15.000.

Umsóknir gilda í tvö ár.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Áttunnar

Umsóknir