Óviss um hvernig þú flokkar?

Á heimasíðu Sorpu er leitargluggi merktur „Hvað á að gera við...“. Þar er hægt að slá inn öllu því helsta sem fellur til á heimilum. T.d. ef skrifað er eggjabakki í gluggann kemur fram að slíkt eigi að fara í pappírstunnuna.

Sorpa.is

Heimilisflokkun

Í Kópavogi er fjórflokkun úrgangs. Hér er hægt að sjá dæmi um hvað fer í hvaða tunnu. Listinn er ekki tæmandi.

Matarleifar

í tunnuna fer meðal annars....

  • Kjöt- og fiskúrgangur
  • Matarleifar með bein
  • Eggjaskurn
  • Kaffikorgur
  • Grænmeti og ávextir
  • Sælgæti
  • Afskorin blóm

Sjá nánari upplýsingar um flokkun matarleifa.

Plastumbúðir

í tunnuna fer meðal annars....

  • Plastumbúðir
  • Snakkpokar
  • Plastfilmur
  • Plastpokar
  • Sjampóbrúsar

Pappír og pappi

í tunnuna fer meðal annars...

  • Pappírsumbúðir
  • Dagblöð og tímarit
  • Bréfpokar
  • Pítsakassar
  • Fernur
  • Skókassar

Það er góð regla er að rífa stærri pappaumbúðir niður til að spara plássið í tunnunni.

Blandaður úrgangur

Í tunnuna fer meðal annars...

  • Blautklútar
  • Ryksugupokar
  • Bleyjur
  • Tíðarvörur
  • Bökunarpappír
  • Kattasandur
  • Einnota hanskar og grímur

Grenndargámar í Kópavogi

Grenndargámar eru á 11 stöðum í Kópavogi. Á öllum stöðvum er hægt að taka við málma, gler, textíl og flöskum. Á fimm þeirra er hægt að losa einnig pappa og plast. Frekari upplýsingar um staðsetningar grenndargáma má finna á heimsíðu SORPU.

SORPA.is - Grenndargámar

Grenndargámar í Kópavogi eru á vegum SORPU. Athugasemdir varðandi fulla gáma, aðstöðu eða aðrar spurningar skal beina beint í síma 520 2200 eða á sorpa(hjá)sorpa.is.