Hrafninn frístundaklúbbur
Hrafninn er sumarnámskeið fyrir fötluð börn sem eru búsett í Kópavogi. Markmið námskeiðsins er að veita börnum og unglingum fastan punkt í tilverunni og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Viðfangsefni sumarnámskeiða eru m.a. sundferðir, útivíst, heimsókn í fjölskyldu - og húsdýragarðinn og fleiri stuttar vettvangsferðir. Stuðlað er að því að öllum líði vel og finnist gott að koma í Hrafninn til að njóta frístunda verkefna í öruggu og skemmtilegu umhverfi.
Skipulögð dagskrá er frá 09:00 -16:00, einnig er boðið er upp á gæslu milli 08:00 -09:00 sem þarf að skrá í sérstaklega.
Börnin þurfa að hafa með sér nesti fyrir allan daginn.
Námskeiðsgjald er kr. hver vika. Gjald vegna gæslu kl. 08.00 – 09.00 er kr. fyrir hverja klst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 25 börn.
Námskeiðin eru frá 11. júní – 18. júlí og svo aftur frá 5. ágúst – 15. ágúst.
Lokað er frá 21. júlí - 4. ágúst
Námskeið Hrafnsins er tvískipt:
Börn á aldrinum 7-10 ára staðsett í frístund Álfhólsskóla
Forstöðumaður: Þórný Edda Aðalsteinsdóttir
Börn og unglingar á aldrinum 11-16 ára staðsett í Íþróttahúsinu Digranesi
Forstöðumaður: Ágerður Stefanía Baldursdóttir (Adda)
Aðstoðarforstöðumaður: Guðmunda Brynja Óladóttir
Hrafninn s. 441 9381. Gsm. 897 0013.
Skráning hefst 1.maí og námskeiðsgjald greiðist við skráningu.
Systkinaafsláttur reiknast við skráningu.