Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og stækkun á leiksvæði við Menningarhúsin er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2024-2025.
Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 23. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 4. febrúar. Á kjörskrá voru 34.982 íbúar og alls kusu 3540 íbúar, eða 10,1% kjósenda. Kópavogur hefur hlotið viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag og var ungmennum fæddum árið 2011 og eldri boðið að taka þátt í kosningum. Ungmennin þurftu rafræn skilríki til að kjósa.
Alls komust 15 hugmyndir af samtals 67 áfram í kosningunni. Allt að 340 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2025-2027.
Þetta var í fimmta sinn sem verkefnið Okkar Kópavogur var haldið í Kópavogsbæ. Hugmyndir íbúa sem kosnar hafa verið inn hafa lífgað upp á bæinn síðan árið 2016 og munu ný verkefni bætast við fjölmörg önnur.
Framkvæmdaáætlanir þeirra verkefna sem voru kosin áfram árin 2016, 2018, 2020 og 2022 má sjá í listanum hér til hægri. Nánari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Kópavogsbæjar eða í gegnum netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.
Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra, fá þá til að leggja fram hugmyndir og forgangsraða og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.
Verkefnið í heild sinni er í þremur liðum; hugmynd, kosning og framkvæmd. Þátttaka í verkefninu er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu með rafrænum skilríkjum. Þær hugmyndir sem verða kosnar fara í framkvæmd árin 2025, 2026 og 2027.
Gögnum sem safnast við vinnsluna verður eytt að lokinni úrvinnslu.
Hér má sjá öll verkefnin sem íbúar völdu:
Kosin verkefni í neðri byggðum
|
Lýsing
|
Atkvæði
|
m.kr.
|
Sauna í Sundlaug Kópavogs
|
Útbúa sauna aðstöðu við sundlaug Kópavogs.**
|
655
|
40
|
Vélfryst skautasvell Í Kópavogsdal
|
Útbúa vélfryst skautasvell í Kópavogsdal.*
|
567
|
40
|
Aðstaða til sjósunds á Kársnesi
|
Setja upp lágmarks aðstöðu til sjósunds á Kársnesi, fyrir neðan Landsrétt.*
|
518
|
9
|
Kópavogsdalur - jóla-/skammdegislýsing
|
Setja upp jóla-/skammdegislýsingu í Kópavogsdalinn.*
|
497
|
9
|
Bætt lýsing við gangbrautir
|
Bæta lýsingu við gangbrautir skólabarna og við Menntaskólann í Kópavogi.**
|
462
|
23
|
Leiksvæði við Menningarhúsin - endurnýjun og stækkun
|
Setja leiktæki fyrir eldri og yngri börn á túnið við Menningarhúsin, svo fjölskyldur með börn á ýmsum aldri geti leikið sér þar saman.**
|
446
|
40
|
Útivistarsvæði - ávaxtatré og berjarunnar
|
Planta ávaxtatrjám og berjarunnum víðsvegar um Kópavog, svo bæjarbúar geti notið.**
|
445
|
9
|
Sundlaug Kópavogs - yfirbyggður stigi við rennibraut
|
Byggja yfir stigann að vatnsrennibrautinni í Sundlaug Kópavogs svo þau sem fara upp stigann séu í skjóli fyrir veðri og vindum.*
|
401
|
23
|
Minningarbekkir um Bryndísi Klöru
|
Bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, Bryndísarbekkir, verði settir upp víðsvegar um neðri byggðir.*
|
364
|
9
|
Samtals
|
|
|
202
|
|
|
|
|
Kosin verkefni í efri byggðum
|
Lýsing
|
Atkvæði
|
m.kr.
|
Infrarauð sauna í Salalaug
|
Setja infrarauða saunu í Salalaug.**
|
812
|
40
|
Salalaug - yfirbyggður stigi við rennibraut
|
Byggja yfir stigann að vatnsrennibrautinni í Salalaug svo þau sem fara upp stigann séu í skjóli fyrir veðri og vindum.*
|
568
|
23
|
Minningarbekkir um Bryndísi Klöru
|
Bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, Bryndísarbekkir, verði settir upp víðsvegar um efri byggðir.*
|
548
|
9
|
Sauna í Salalaug
|
Útbúa sauna aðstöðu við Salalaug.**
|
496
|
40
|
Arnarnesvegur við Rjúpnasali - planta trjágróðri í mön
|
Planta sígrænum trjám meðfram Arnarnesvegi. Gróðurinn myndi draga í sig koltvísýring og gera svæðið fallegra.*
|
410
|
9
|
Kórinn - göngustígur að Þingum
|
Leggja göngustíga frá Kórnum að Spóatorgi.**
|
366
|
9
|
Samtals
|
|
|
130
|
Stjörnumerkingar: * = Nýtt verkefni í Kópavogi. ** = Íbúar forgangsröðu verkefni.
Heildarupphæð:340 m skipt eftir höfðatölu í hvorum bæjarhluta fyrir sig: 207,4 m til neðri byggða, 132,6 m til efri byggða. Eftir standa 8 m, sem renna aftur í bæjarsjóð, skv. reglum verkefnisins.