Kópavogur 70 ára
Kópavogsbær fékk kaupstaðaréttindi 11. maí árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í ár.
Haldið verður upp á afmæli bæjarins með ýmsum viðburðum allt árið 2025 og verða þeir kynntir eftir því sem árinu vindur fram. Afmælisnefnd hefur verið skipuð og sitja í henni: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, formaður nefndarinnar, Orri V. Hlöðversson, Elísabet B. Sveinsdóttir, Björg Baldursdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jóndóttir og Bergljót Kristinsdóttir.