Sjötíu ára Kópavogsbúum boðið til veislu

20 janúar: Sjötugir íbúar Kópavogsbæjar fengu boð í veislu bæjarstjóra. Nánar.

Össur í 30 ár

  1. mars: Kópavogsvogsbær og Össur Geirsson heiðurslistamaður Kópavogs bjóða til stórtónleika með Skólahljómsveit Kópavogs þar sem flutt verða verk frá 30 ára ferli Össurar. Nánar um viðburðinn.

Menningargjöf

Íbúar í Kópavogi, 18 ára og eldri, fá menningargjöf að andvirði 3.000 krónur sem nota má fyrir árskort í Gerðarsafn og á innborgun á Tíbrár tónleika. Nánar.

Afmælishátíð 9.-13.maí

Afmælishátíð dagana 9.-13.maí þar sem haldið var upp á afmæli bæjarins með ýmsum viðburðum. Nánar.

Eldri borgarar fengu afmælisköku

Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar var boðið upp á afmælisköku í félagsmiðstöðvum aldraðra í dag, föstudaginn 9.maí.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs heimsótti félagsmiðstöðvarnar í tilefni dagsins ásamt Elísabetu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar.

Nánar

Afmæliskaka í Smáralind

Boðið var upp á afmælisköku í Smáralind laugardaginn 10.maí  í tilefni afmælis bæjarins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og bæjarfulltrúar tóku á móti íbúum sem fjölmenntu.

Nánar

Heimsókn forseta og barnamenning á afmælisdegi

Það var mikið um dýrðir í dag þann 11. maí þegar Kópavogur fagnaði 70 ára afmæli sínu með hátíðarhöldum við menningarhús bæjarins. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar hr. Björn Skúlason heiðruðu samkomuna og flutti forsetinn ávarp fyrir tónleikagesti Salarins.

Barnamenningarhátíð stóð sem hæst þennan dag og hitti forseti fjölmarga íbúa. 

Nánar

Götuganga með afmælisbrag

Götuganga Virkni og vellíðan í Kópavogi fór fram mikilli veðurblíðu í dag, þriðjudaginn 13.maí. Gangan er nú haldin í þriðja sinn og tóku tæplega 300 þátt í göngunni sem hófst og lauk á Kópavogsvelli. Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar var afmælisbragur á göngunni og afmælissöngurinn sunginn áður en Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ræsti gönguna.

Nánar

Afmælisbekkur frá Soroptimistum

Soroptimistar komu færandi hendi til Kópavogsbæjar og afhentu bekk sem hefur verið komið fyrir á túninu við menningarhúsin. Bekkurinn er gefinn í tilefni 50 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Kópavogs sem var 4.júní síðastliðinn. Klúbburinn er þannig 20 árum yngri en Kópavogsbær sem fagnar 70 ára afmæli í ár.

Nánar

The Color Run í Kópavogi

The Color Run fór fram í Kópavogi 16.ágúst. Tilkynnt var um flutninginn hlaupsins í Kópavogi í afmælismánuði bæjarins, maí.

Fræðsluganga í tilefni afmælis

Efnt var til fræðslugöngu um Trjásafnið í Kópavogi 15.september síðastliðinn í tilefni 70 ára afmælis bæjarins og var gangan samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri leiddi gönguna en naut stuðnings félaga úr Sögufélaginu við sögulegan fróðleik um byggð í grennd við Trjásafnið sem er austast í Fossvogsdal.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri var með í för og við lok göngunnar gróðursetti hún tré, með hjálp Friðriks og Sigurðar Skúlasonar, í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogsbæjar.

Nánar

Málþing barna og ungmenna

Börn og ungmenni ræddu réttindi barna og málefni sem eru þeim hugleikin á málþingi sem efnt var til í Salnum í Kópavogi í morgun, fimmtudaginn 20. nóvember. Einnig komu börn úr leikskólunum Álfatúni og Furugrund fram og sungu fyrir gesti. 

Málþingið var haldið í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og afmælis Kópavogsbæjar og unnið í samstarfi við UNICEF á Íslandi.

Nánar

Afmælishátíð