- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á námskeiðinu læra foreldrar aðferðir til að draga úr kvíða og auka sjálfstraust barna sinna.
Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og eru meðferðarúrræði sem voru þróuð hjá áströlsku rannsóknarmiðstöðinni Macquire University Anxiety Research Unit (MUARU) í samvinnu við Ronald M. Rapee og samstarfsmenn hans.
Klókir litlir krakkar er námskeið fyrir foreldra 3-7 ára barna sem með kvíða eða í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Markmið námskeiðsins er að koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðun sem getur valdið vanlíðan og truflun í daglegu lífi.
Námskeiðið er haldið á 1. hæð í Fannborg 6 og eru samtals 6 skipti, einu sinni í viku, u.þ.b. tvo tíma í senn. Mikilvægt er að foreldrar mæti í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Innifalið í námskeiði er handbók fyrir foreldra. Aðeins er pláss fyrir foreldra 8 barna á hverju námskeiði. Námskeiðsgjaldið er kr. 9500 kr.
Guðlaug Marion Mitchison, sálfræðingur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin