Bæjarstjórn

1038. fundur 24. maí 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Böðvar Jónsson velkominn á fyrsta fund sinn í bæjarstjórn Kópavogs.

1.1105011 - Bæjarráð 12/5

2594. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 8, 13, 14, 27, 28, 33, 39 og 41, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 8, 13, 14, 28, 33, 39 og 41, Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 8, 13, 14, 25, 27, 28, 33, 34, 39, 40, 41, 42 og 43, Guðríður Arnardóttir um liði 13, 14, 28, 39, 41, 43 og 27, Ómar Stefánsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 13 í fundargerðinni, og um liði 3, 28, 14, 27 og 41, Aðalsteinn Jónsson um liði 13, 14 og 28, Gunnar Ingi Birgisson um liði 13, 14, 28, 40, 39 og 41, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 3, 28, 13 og 41, Ármann Kr. Ólafsson um liði 14, 13 og 28, Margrét Björnsdóttir um liði 2, 3 og 28, Ómar Stefánsson um liði 3 og 14, og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 13.

 Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Liður 14 í fundargerð bæjarráðs 12/5, tillaga sem vísað var til bæjarstjórnar:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Hætt verði við kaup á Digranesvegi nr. 7 ásamt standsetningarkostnaði upp á milljónatugi. Í stað þess verði hluta þess fjármagns varið í að veita fleiri ungmennum atvinnu í sumar, þar sem Kópavogsbær hefur þurft að hafna um 500 ungmennum vinnu vegna takmarkaðs fjármagns.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex greiddum atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

3.1104191 - Tillaga um að heimgreiðslur falli niður

Lagðar fram að nýju tillögur varðandi heimgreiðslur ásamt greinargerð sviðsstjóra menntasviðs, sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 39 í fundargerð bæjarráðs 12/5.

Lögð var fyrir til afgreiðslu tillaga frá fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar um að heimgreiðslur falli niður frá og með 1. september 2011. Óskað var eftir nafnakalli og féllu atkvæði þannig:

 

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,

Margrét Björnsdóttir sagði nei,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Pétur Ólafsson sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Böðvar Jónsson sagði já,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Guðmundur Freyr Sveinsson sagði já og

Ólafur Þór Gunnarsson sagði já.

 

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks um sama efni ekki tekin til afgreiðslu þar sem hún gengur skemur og fyrri tillaga hefur verið samþykkt.

4.1103297 - Leikskólinn Kjarrið.

Lögð fram að nýju tillaga að svari sviðsstjóra menntasviðs, sem ágreiningur var um í bæjarráði 12/5, sbr. lið 41 í fundargerð bæjarráðs 12/5.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að svari með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

5.1105018 - Bæjarráð 19/5

2595. fundur

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um liði 10, 13, 22, 23, 25, 30, 40, 41 og 42, Guðríður Arnardóttir um liði 23 og 40, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 23, og Ómar Stefánsson um liði 3, 8, 9, 24, 26 og 39.

Hlé var gert á fundi kl. 19:20.  Fundi var fram haldið kl. 19:52.

 

Forseti flutti tillögu að breytingu á dagskrá og að skipulagsmál væru afgreidd undir fundargerð bæjarráðs frá 19/5. Var það samþykkt einróma. Þá óskaði forseti eftir heimild til að gefa Birgi Sigurðssyni skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt.

 

Til máls tók Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri um lið 9, Ármann Kr. Ólafsson um lið 9, Birgir H Sigurðsson um lið 9, Gunnar Ingi Birgisson um lið 9, Guðríður Arnardóttir um lið 9, Birgir H. Sigurðsson um lið 21, Ómar Stefánsson um lið 21, Birgir H. Sigurðsson um liði 21 og 8, Margrét Björnsdóttir um lið 8, Guðríður Arnardóttir um lið 8, Ómar Stefánsson um lið 8, Ármann Kr. Ólafsson um lið 8, Gunnar Ingi Birgisson um lið 8, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 8, Guðmundur Freyr Sveinsson um lið 8, Margrét Björnsdóttir um lið 8, Ómar Stefánsson um lið 8, Ármann Kr. Ólafsson um lið 9 og Birgir H Sigurðsson um liði 8 og 9.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

6.1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6, breytt deiliskipulag.

Lögð fram til seinni umræðu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi að Kópavogsbakka 2, 4 og 6. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 15. febrúar 2011.
Í breytingunni felst að umrædd einbýlishús verði skilgreind sem einbýlishús á einni hæð með kjallara í stað einbýlishúsa án kjallara. Þá var lagt fram samkomulag lóðarhafa Kópavogsbakka 4 og 6 dags. í febrúar 2011 um frágang lóða á milli Kópavogsbakka 4 og 6 og erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 2 dags. í febrúar 2011 og lóðarhafa Kópavogsbakka 4 dags. 11. febrúar 2011 um mögulega nýtingu á óútfylltu sökkulrými.


Tillagan var grenndarkynnt frá 16. febrúar 2011 til 18. mars 2011 með athugasemdafresti til 18. mars 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 19. apríl 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum og var erindinu frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. maí 2011.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli innsendra athugasemda og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs 19. maí 2011 var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

7.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Lögð fram til seinni umræðu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi fyrir Rjúpnahæð - vesturhluta. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 19. október 2010 og breytt 15. mars 2011.

Tillagan nær til vesturhluta Rjúpnahæðar sem er um 16 ha að stærð og sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000. Nánar tiltekið afmarkast skipulagssvæðið af lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í suður, opnu svæði sem liggur að lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í vestur, skógræktarsvæði í Smalaholti og Rjúpnahæð í norður og opnu svæði meðfram fyrirhugaðri byggð við Austurkór og Auðnukór í austur. Í auglýstri tillögu fólst að íbúðum fjölgaði um 23 íbúðir á svæðinu.
Tillagan var auglýst frá 7. desember 2010 til 11. janúar 2011 með athugasemdafresti til 25. janúar 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Haldnir voru samráðsfundir með lóðarhöfum við Austurkór 22 og 24 þann 8. og 9. mars 2011. Með tilvísan í framkomnar athugasemdir, ábendingar og ofangreinda samráðsfundi voru eftirfarandi breytingar gerðar á auglýstri deiliskipulagstillögu:

1)Í stað parhúss að Austurkór 64-66 verður komið fyrir einbýlishúsi. Við það breytist heildarfjöldi íbúða úr 162 í 161. Húsanúmer breytast við Austurkór 66 til 106 (jöfn númer).
2) Hámarkshæð byggingarreita einbýlishúsanna nr. 28, 60, 62 og 64 lækkar um 1,0 metra.
3) Leiksvæði norðan Austurkórs nr. 89 og 90 er áfram skilgreint sem boltavöllur.
4) Tilgreint er á deiliskipulagsuppdrætti að vegtenging frá deiliskipulagssvæði að opnu svæði í Garðabæ sé vinnuhugmynd Kópavogs.
5)Í greinargerð er tekið fram að Kópavogsbær muni standa straum af kostnaði vegna breytingu á húsanúmerum á þegar byggðum húsum í Rjúpnahæð vesturhluta.
6) Lagt er til að gerðar verði ráðstafanir til að minnka umferðarhraða á safngötu (Austurkór).

Reiknað er með um 56 íbúðum í einbýli, 20 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 46 áður Austkór 38 færist um 3 metra til austurs inn á bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra. Gert er ráð fyrir byggingarreit í suðaustur hluta deiliskipulagssvæðisins fyrir 18 metra hátt fjarskiptamastur. Tillagan er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 staðfest af umhverfisráðherra 2. maí 2011. Skipulagsskilmálar dags. 19. október 2010 br. 15. mars. 2011 fylgja tillögunni.


Ferill málsins.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með áorðnum breytingum dags. 15. mars 2011, ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. mars 2011 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 19. maí 2011 var erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir einróma framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta, dags. 19. október 2010 og breytt 15. mars 2011 ásamt skilmálum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. mars 2011.

8.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Lögð fram til seinni umræðu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi að Borgarholtsbraut 15. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 15. febrúar 2011.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að komið verði fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Aðkomu akandi og gangandi umferðar verði breytt þannig að heimilt verði að keyra Borgarholtsbraut frá vestri inn á lóð og frá lóð inn á Borgarholtsbraut til austurs. Lóðarhafi hafi heimild til að aðlaga land og klöpp á norður lóðamörkum bæjarlands og lóðarinnar að keyrandi og gangandi umferð.
Stærð byggingarreits, lóðar og nýtingarhlutfall helst óbreytt.

Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2011 til 29. mars 2011 með athugasemdafresti til 29. mars 2011. Einnig óskaði skipulagsnefnd eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 19. apríl 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. maí 2011 og umsögn umhverfis- og samgöngunefndar dags. 15. apríl 2011.

Skipulagsnefnd samþykkti að heimilt verði að ljúka framkvæmdum við gerð aksturs- og gönguaðkomu að húsinu nr. 15 við Borgarholtsbraut í samræmi við kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Tillaga þessi er m.a. gerð með hliðsjón af 8. mgr. 8. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 og 63 gr. sömu laga þar sem fram kemur að tryggja þurfi aðkomu að húsinu sem uppfylli þartilgreind skilyrði.

Þá verði lóðarhafa að Borgarholtsbraut 15 gert skylt að leggja fram tillögu að mögulegri afskermun fyrirhugaðra bílastæða á lóðinni til suðurs þ.e. gagnvart lóðamörkum Skjólbrautar 18 og 20. Lóðarhafi skal kynna hana fyrir bæjaryfirvöldum og lóðarhöfum Skjólbrautar 18 og 20 áður en framkvæmdir hefjast að nýju.
Lóðarhafa að Borgarholtsbraut 15 er jafnframt bent á að breyta þarf samþykktum byggingarnefndarteikningum frá 7. ágúst 2002 m.a. hvað varðar aðkomu og bílastæði á lóð. Lagt er til að með breyttum byggingarnefndarteikningum fylgi séruppdráttur sem útskýri fyrirhugaða afskermun bílastæða gagnvart lóðum við Skjólbraut 18 og 20.
Erindið var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. maí 2011 var erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.

Böðvar Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn hafnaði framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Borgarholtsbraut 15, dags. 15. febrúar 2011 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. maí 2011 með fimm atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

9.1105009 - Barnaverndarnefnd 12/5

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1105006 - Félagsmálaráð 10/5

1307. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1105016 - Félagsmálaráð 17/5

1308. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1105004 - Forvarna- og frístundanefnd 10/5

2. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1105010 - Framkvæmdaráð 11/5

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1105003 - Hafnarstjórn 5/5

74. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1105012 - Íþróttaráð 18/5

3. fundur

Til máls tóku Ómar Stefánsson um liði 1 og 14 og Böðvar Jónsson um lið 14.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

16.1104025 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 5/5

2. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1105015 - Menningar- og þróunarráð 16/5

5. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1105007 - Skipulagsnefnd 17/5

1190. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1105008 - Skólanefnd 16/5

29. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 2010

6/11, 24/11 og 8/12 2010

Fundargerðirnar afgreiddar án umræðu.

21.1101859 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 2011

19/1, 1/3, 6/4 og 27/4

Fundargerðirnar afgreiddar án umræðu.

22.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/4

786. fundur

Til máls tóku Ómar Stefánsson og Guðríður Arnardóttir um lið 4.

 

Kl. 21:24 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Elfur Logadóttir sæti hans á fundinum.

 

Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um liði 4 og 5, Ármann Kr. Ólafsson um lið 4, Guðríður Arnardóttir um liði 4 og 5 og Ármann Kr. Ólafsson um lið 4.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

23.1101303 - Stjórn SSH 2/5

362. fundur

Til máls tóku Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 1, 2, 3, 4 og 5, Guðmundur Freyr Sveinsson um lið 4, Margrét Björnsdóttir um lið 4, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 4 og Böðvar Jónsson um lið 4.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

24.1101865 - Stjórn Skíðasvæða hbsv. 2/5

313. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1101867 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 15/4

100. fundur

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 1, 2, 3, 4 og 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

26.1104029 - Umhverfis- og samgöngunefnd 9/5

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

27.1105044 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2010, seinni umræða

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2010, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, sem eru undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar og Vatnsveitu Kópavogsbæjar, einnig undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs, Hafnarsjóðs Kópavogs og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd og undirritaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf. og Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Þá voru lagðar fram skýrslur skoðunarmanna reikninga og skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2010 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, þegar samþykktum í stjórn sjóðsins, sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar Kópavogs.

Bæjarstjóri gerði sérstaklega grein fyrir breytingu á ársreikningi frá fyrri umræðu í bæjarstjórn. Breytingin er á skýringum með ársreikningum, sem varða kaup á landi úr jörðinni Vatnsenda, en bænum hefur borist stefna frá seljanda landsins.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Elfur Logadóttir, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.

 

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með ellefu atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar,Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Hlé var gert á fundi kl. 23.18. Fundi var fram haldið kl. 23.30.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hagnaður af rekstri Kópavogsbæjar er um einn milljarður króna á árinu 2010. Sá hagnaður segir í raun ekkert til um rekstur bæjarins. Það sem skapar stærsta hlutann af hagnaðnum eru reiknaðar stærðir sem til eru komnar vegna gengishagnaðar langtímalána og lífeyrissjóðsskuldbindinga. Þá voru skatttekjur bæjarins 300 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir, sem er ánægjulegt. Þess ber þó að geta að tekjur vegna útgreiðslu úr lífeyrissjóðum munu dragast mikið saman á næstunni sem mun lækka tekjur bæjarins.

Það sem er alvarlegt og áhyggjuefni í rekstrinum er að stórir málaflokkar fara fram úr áætlunum. Fræðslu- og uppeldismálin fara 4% fram úr áætlunum sem er alvarlegt í ljósi þess að um 8 milljarðar króna fara í þennan málaflokk og því kostar framúrkeyrslan tæplega 300 milljónir króna. Félagsþjónustan fer 10% fram úr fjárhagsáætlun sem eru 110 milljónir króna. Af þessum háu tölum má sjá að reksturinn sem slíkur fer langt fram úr áætlunum sem er áhyggjuefni. Ljóst er að ekki verður hjá því komist að lækka kostnaðinn í fræðslu- og uppeldismálunum. Mun erfiðara er að eiga við félagsmálin vegna eðli málaflokksins og því verður að finna sparnað á móti af öðrum liðum.

Eftir að meirihlutaskipti urðu um mitt síðasta ár var ráðist í framkvæmdir af ýmsum toga sem ekki var til fjármagn fyrir og bætt við starfsfólki sem kemur fram í auknum launakostnaði. Niðurstaða ársreikngings ber þess glöggt merki. Ekki var hlustað á varnaðarorð bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum.

Veltufé frá rekstri segir til um hversu mikið fjármagn er til ráðstöfunar í fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda. Veltufé frá rekstri skv. A og B hluta nam árið 2009, 1.238 milljónum króna en lækkuðu árið 2010 í 1.202 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.817 milljónum króna. Þetta er slæm niðurstaða í samanburði við  áætlunina 2010 svo ekki sé talað um samanburðinn við árið 2009.

Skuldastaða bæjarins er slæm og því er fátt mikilvægara en að lækka þær. Sóknarfæri er í sölu lóða eins og sjá má það sem af er ári en sala þeirra hefur tekið nokkurn kipp. Af því má sjá að það sem Sjálfstæðisflokkurinn sagði í aðdraganda kosninganna varðandi það að í þeim dyldust miklir fjármunir er að koma á daginn. Mikilvægt er að allar tekjur sem bærinn fær af lóðasölunni fari beint í niðurgreiðslu skulda.

Ef rétt er á málum haldið við rekstur og stjórn bæjarins, sem ekki er raunin um þessar mundir, þá er framtíð Kópavogs björt.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 23:34. Fundi var fram haldið kl. 23:38.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Niðurstaða ársreikninga ársins 2010 gefur tilefni til þess að áframhaldandi aðhalds sé gætt í rekstri bæjarins.  Ljóst má þó vera að innviðir bæjarins eru traustir og tekjur hærri en vænta mátti.  Starfsfólki og bæjarstjóra Kópavogs eru færðar þakkir fyrir góð störf við erfiðar aðstæður og þótt kjörna fulltrúa greini á um leiðir er markmið okkar eitt og hið sama að standa vörð um velferð bæjarbúa.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðmundur Freyr Sveinsson, Böðvar Jónsson, Elfur Logadóttir"

28.1105201 - Breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Breytingartillögur á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lagðar fram til staðfestingar, sbr. lið 32 í fundargerð bæjarráðs 19/5.

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir tillögunum. Þá tók til máls Elfur Logadóttir.

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar breytingartillögur við samþykktir Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Voru þær staðfestar með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti lagði til að skrifurum og forseta yrði falið að ganga frá og undirrita fundargerð sbr. 16. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar og var það samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.