- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Til máls tóku Ómar Stefánsson um liði 1 og 14 og Böðvar Jónsson um lið 14.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir tillögunum. Þá tók til máls Elfur Logadóttir.
Forseti bar undir fundinn til staðfestingar breytingartillögur við samþykktir Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Voru þær staðfestar með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Elfur Logadóttir, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.
Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með ellefu atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar,Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Það sem er alvarlegt og áhyggjuefni í rekstrinum er að stórir málaflokkar fara fram úr áætlunum. Fræðslu- og uppeldismálin fara 4% fram úr áætlunum sem er alvarlegt í ljósi þess að um 8 milljarðar króna fara í þennan málaflokk og því kostar framúrkeyrslan tæplega 300 milljónir króna. Félagsþjónustan fer 10% fram úr fjárhagsáætlun sem eru 110 milljónir króna. Af þessum háu tölum má sjá að reksturinn sem slíkur fer langt fram úr áætlunum sem er áhyggjuefni. Ljóst er að ekki verður hjá því komist að lækka kostnaðinn í fræðslu- og uppeldismálunum. Mun erfiðara er að eiga við félagsmálin vegna eðli málaflokksins og því verður að finna sparnað á móti af öðrum liðum.
Eftir að meirihlutaskipti urðu um mitt síðasta ár var ráðist í framkvæmdir af ýmsum toga sem ekki var til fjármagn fyrir og bætt við starfsfólki sem kemur fram í auknum launakostnaði. Niðurstaða ársreikngings ber þess glöggt merki. Ekki var hlustað á varnaðarorð bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum.
Veltufé frá rekstri segir til um hversu mikið fjármagn er til ráðstöfunar í fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda. Veltufé frá rekstri skv. A og B hluta nam árið 2009, 1.238 milljónum króna en lækkuðu árið 2010 í 1.202 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.817 milljónum króna. Þetta er slæm niðurstaða í samanburði við áætlunina 2010 svo ekki sé talað um samanburðinn við árið 2009.
Skuldastaða bæjarins er slæm og því er fátt mikilvægara en að lækka þær. Sóknarfæri er í sölu lóða eins og sjá má það sem af er ári en sala þeirra hefur tekið nokkurn kipp. Af því má sjá að það sem Sjálfstæðisflokkurinn sagði í aðdraganda kosninganna varðandi það að í þeim dyldust miklir fjármunir er að koma á daginn. Mikilvægt er að allar tekjur sem bærinn fær af lóðasölunni fari beint í niðurgreiðslu skulda.
Ef rétt er á málum haldið við rekstur og stjórn bæjarins, sem ekki er raunin um þessar mundir, þá er framtíð Kópavogs björt.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson"
"Niðurstaða ársreikninga ársins 2010 gefur tilefni til þess að áframhaldandi aðhalds sé gætt í rekstri bæjarins. Ljóst má þó vera að innviðir bæjarins eru traustir og tekjur hærri en vænta mátti. Starfsfólki og bæjarstjóra Kópavogs eru færðar þakkir fyrir góð störf við erfiðar aðstæður og þótt kjörna fulltrúa greini á um leiðir er markmið okkar eitt og hið sama að standa vörð um velferð bæjarbúa.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðmundur Freyr Sveinsson, Böðvar Jónsson, Elfur Logadóttir"
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 1, 2, 3, 4 og 5.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tóku Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 1, 2, 3, 4 og 5, Guðmundur Freyr Sveinsson um lið 4, Margrét Björnsdóttir um lið 4, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 4 og Böðvar Jónsson um lið 4.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Til máls tóku Ómar Stefánsson og Guðríður Arnardóttir um lið 4.
Kl. 21:24 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Elfur Logadóttir sæti hans á fundinum.
Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um liði 4 og 5, Ármann Kr. Ólafsson um lið 4, Guðríður Arnardóttir um liði 4 og 5 og Ármann Kr. Ólafsson um lið 4.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðirnar afgreiddar án umræðu.
Fundargerðirnar afgreiddar án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 8, 13, 14, 27, 28, 33, 39 og 41, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 8, 13, 14, 28, 33, 39 og 41, Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 8, 13, 14, 25, 27, 28, 33, 34, 39, 40, 41, 42 og 43, Guðríður Arnardóttir um liði 13, 14, 28, 39, 41, 43 og 27, Ómar Stefánsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 13 í fundargerðinni, og um liði 3, 28, 14, 27 og 41, Aðalsteinn Jónsson um liði 13, 14 og 28, Gunnar Ingi Birgisson um liði 13, 14, 28, 40, 39 og 41, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 3, 28, 13 og 41, Ármann Kr. Ólafsson um liði 14, 13 og 28, Margrét Björnsdóttir um liði 2, 3 og 28, Ómar Stefánsson um liði 3 og 14, og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 13.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.
Böðvar Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn hafnaði framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Borgarholtsbraut 15, dags. 15. febrúar 2011 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. maí 2011 með fimm atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir einróma framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta, dags. 19. október 2010 og breytt 15. mars 2011 ásamt skilmálum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. mars 2011.
Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu.
Bæjarstjórn hafnar erindinu með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.
Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um liði 10, 13, 22, 23, 25, 30, 40, 41 og 42, Guðríður Arnardóttir um liði 23 og 40, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 23, og Ómar Stefánsson um liði 3, 8, 9, 24, 26 og 39.
Hlé var gert á fundi kl. 19:20. Fundi var fram haldið kl. 19:52.
Forseti flutti tillögu að breytingu á dagskrá og að skipulagsmál væru afgreidd undir fundargerð bæjarráðs frá 19/5. Var það samþykkt einróma. Þá óskaði forseti eftir heimild til að gefa Birgi Sigurðssyni skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt.
Til máls tók Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri um lið 9, Ármann Kr. Ólafsson um lið 9, Birgir H Sigurðsson um lið 9, Gunnar Ingi Birgisson um lið 9, Guðríður Arnardóttir um lið 9, Birgir H. Sigurðsson um lið 21, Ómar Stefánsson um lið 21, Birgir H. Sigurðsson um liði 21 og 8, Margrét Björnsdóttir um lið 8, Guðríður Arnardóttir um lið 8, Ómar Stefánsson um lið 8, Ármann Kr. Ólafsson um lið 8, Gunnar Ingi Birgisson um lið 8, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 8, Guðmundur Freyr Sveinsson um lið 8, Margrét Björnsdóttir um lið 8, Ómar Stefánsson um lið 8, Ármann Kr. Ólafsson um lið 9 og Birgir H Sigurðsson um liði 8 og 9.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að svari með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Lögð var fyrir til afgreiðslu tillaga frá fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar um að heimgreiðslur falli niður frá og með 1. september 2011. Óskað var eftir nafnakalli og féllu atkvæði þannig:
Guðríður Arnardóttir sagði já,
Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,
Margrét Björnsdóttir sagði nei,
Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,
Pétur Ólafsson sagði já,
Aðalsteinn Jónsson sagði nei,
Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,
Böðvar Jónsson sagði já,
Hafsteinn Karlsson sagði já,
Guðmundur Freyr Sveinsson sagði já og
Ólafur Þór Gunnarsson sagði já.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks um sama efni ekki tekin til afgreiðslu þar sem hún gengur skemur og fyrri tillaga hefur verið samþykkt.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex greiddum atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.
Fundi slitið - kl. 18:00.