Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28 í 41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt að kynna málið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að tillagan verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.