Bæjarstjórn

1133. fundur 08. mars 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1603354 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 8. mars 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs þann 25. febrúar og 3. mars, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 18. og 25. febrúar, forsætisnefndar frá 3. mars, forvarna- og frístundanefndar frá 17. febrúar, leikskólanefndar frá 18. febrúar, lista- og menningarráðs frá 18. febrúar, skipulagsnefndar frá 18. febrúar, skólanefndar frá 29. febrúar, skólanefndar MK frá 15. og 30. desember og 24. febrúar, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. febrúar og stjórnar Strætó frá 26. febrúar.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 16.08. Fundi var fram haldið kl. 16.31.

2.1602017 - Bæjarráð, dags. 25. febrúar 2016.

2810. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun vegna liðar 33 í fundargerð bæjarráðs:
"Bókun við fyrirspurn frá Ólafi þór Gunnarssyni.
Það vekur furðu að bæjarfulltrúi Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Kópavogs, skuli nota fundi bæjarráðs til að beita gamaldags klækjapólitík. Forsaga málsins er sú að Vinstri grænir stóðu ekki við niðurstöðu starfshóps sem fjallaði um framtíðarstaðsetningu bæjarskrifstofa Kópavogs sem varabæjarfulltrúi Vinstri grænna skrifaði þó undir, en Ólafur Þór Gunnarsson skoraðist undan þátttöku í starfshópnum. Miðað við hvernig mál skipuðust má ljóst vera að enginn bæjarfulltrúi gat greitt atkvæði um tillögu starfshópsins. Bæjarfulltrúinn beitti sér jafnframt fyrir því að málið fengi ekki umræðu sl. sumar með sérstakri dagskrártillögu þar um. Hann hefur því beitt sér með ólýðræðislegum hætti við meðferð málsins.
Ármann Kr. Ólafsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Margur heldur mig sig.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:
"Lagt er til að unglingar sem eru 15 ára (fædd 2001) fái meiri sveigjanleika á vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs og eigi möguleika á að ljúka vinnu á skemmri tíma. Bæjarstjórn felur Vinnuskólanum að útfæra tillöguna nánar.
Sverrir Óskarsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal"

Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

3.1602022 - Bæjarráð, dags. 3. mars 2016.

2811. fundur bæjarráðs í 32. liðum.
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:
"Með hag barna að leiðarljósi þá ákveður bæjarstjórn Kópavogs að hefjast handa við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins. Verkinu lýkur fyrir árslok 2016.
Umhverfissviði verður falin framkvæmd og umsjón verkefnisins. Áætlað er að verkefnið kosti um 15 milljónir króna. Af viðhaldslið fjárhagsáætlunar fari 5 milljónir króna og af stofnkostnaði fari 10 milljónir króna.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Birkir Jón Jónsson lýsti stuðningi við framangreinda tillögu.

Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum.

4.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjónar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

5.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

6.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég leggst gegn því að opið svæði í Kópavogsdal, sunnan Dalvegar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði í breyttu aðalskipulagi Kópavogs.
Opin svæði eiga undir högg að sækja í Kópavogi og vil ég varðveita þetta opna svæði, þó Kópavogsgöng verði ekki lögð.
Ása Richardsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel þetta eina bestu lóðina á höfuðborgarsvæðinu til að þétta byggð.
Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með átta atkvæðum gegn tveimur. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði. Atkvæði með greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson, en atkvæði á móti greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir.

7.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

8.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 ,sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

9.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

10.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 29. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með níu atkvæðum. Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

11.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst Nýbýlavegi 68, Lundabrekku 2, Nýbýlavegi 72, Nýbýlavegi 76, Nýbýlavegi 80 og Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1602013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 18. febrúar 2016.

180. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

13.1602019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. febrúar 2016.

181. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

14.1603002 - Forsætisnefnd, dags. 3. mars 2016.

65. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

15.1602008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 17. febrúar 2016.

35. fundur forvarna- og frístundanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

16.1602006 - Leikskólanefnd, dags. 18. febrúar 2016.

67. fundur leikskólanefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

17.1602010 - Lista- og menningarráð, dags. 18. febrúar 2016.

55. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

18.1602012 - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.

1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir bókanir Margrétar Júlíu Rafnsdóttur undir liðum 7 og 11 í fundargerð skipulagsnefndar.

19.1602020 - Skólanefnd, dags. 29. febrúar 2016.

99. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

20.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 15. desember 2015.

15. fundur skólanefndar MK í 5. liðum.
Lagt fram.

21.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 30. desember 2015.

16. fundur skólanefndar MK í 1. lið.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem framhaldsskólanám, einkum iðn og verkgreinar eru í, í Kópavogi. Fjárhagsleg staða MK er slík að skera verður niður námsframboð. Slíkt er algerlega óviðunandi og mikilvægt að bæjarfulltrúar beiti sér til að skólinn fái það fjármagn sem er nauðsynlegt. Þrátt fyrir að menntaskólar séu á ábyrgð ríkisins verður ekki framhjá því horft að MK er eini framhaldsskólinn í Kópavogi og stór hluti ungmenna í bænum leitar þangað til náms. Þá er skólinn einnig afar mikilvægur þegar kemur að ferðaþjónustugreinum og skýtur skökku við að fjármagn skuli ekki vera aukið verulega til slíks náms á sama tíma og fjöldi þeirra sem starfar í greinunum vex.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson taka undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar.

22.16011138 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 24. febrúar 2016.

17. fundur skólanefndar MK í 6. liðum.
Lagt fram.

23.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 19. febrúar 2016.

153. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram.

24.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 26. febrúar 2016.

238. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

25.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð

Þórdís Helgadóttir kjörin aðalfulltrúi í jafnréttis- og mannréttindaráð í stað Lárusar Axels Sigurjónssonar.

Fundi slitið.