Bæjarstjórn

1116. fundur 12. maí 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501088 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2014 - seinni umræða.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2014, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2014 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur bæjarins ber vott um að fjármál bæjarins séu í traustum skorðum enda verið sátt um grundvallaratriði í fjármálastjórn frá Hruni. Á hitt er að líta að lækkun skuldahlutfalls er að mestu orsökuð af fjölgun íbúa fremur en beinni lækkun skulda. Það er einnig vert að benda á að með sama hraða í niðurgreiðslu skulda tæki hundrað ár að borga niður skuldir bæjarins. Á þessu þarf að taka. VGF munu við gerð fjárhagsáætlunar benda á leiðir til að breyta þessu, m.a. með betri nýtingu tekjustofna og samræðum við ríkisvaldið um breyttar forsendur í fjármálum sveitarfélaga.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur Kópavogsbæjar sýnir að bæjarfélagið stendur traustum fótum og er ljóst að framtíðarhorfur eru góðar og margvíslegir möguleikar á frekari uppbyggingu. Brýnt er að Kópavogsbær komi að uppbyggingu félagslegra íbúða, almennra leiguíbúða og búseturéttaríbúða. Þar kreppir verulega að.
Það blikka þó viðvörunarljós í ársreikningi Kópavogsbæjar. Afgangur af rekstri er 4.534.000 krónur en gert var ráð fyrir 450 milljónum króna. Niðurstaðan er hundraðfallt lakari en áætlun gerir ráð fyrir. Þetta gerist þrátt fyrir hagstætt rekstrarumhverfi Kópavogsbæjar. Flestir kostnaðarliðir fara fram úr fjárhagsáætlun eða frá 2% upp í 12% sem gefur Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokki ekki háa einkunn þar. Athygli er vakin á ábendingu endurskoðenda vegna stefnu á hendur Kópavogsbæ af hálfu hluta erfingja Vatnsenda. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki Kópavogsbæjar góð störf.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir"

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur Kópavogsbæjar ber þess merki að bærinn er í sókn, fólksfjölgun með tilheyrandi tekjuaukningu. Rekstur A hluta bæjarins er hins vegar undir væntingum einkum vegna hærri greiðslna vegna lífeyrisskuldbindinga. Skuldir bæjarins halda áfram að lækka en eru því miður of háar og því mikilvægt að aðhalds sé gætt í rekstri bæjarfélagsins. Framtíðarhorfur í rekstri bæjarins eru góðar með væntanlegri fólksfjölgun, sérstaklega í ljósi þess að miklum fjármunum hefur á undanförnum árum verið varið í uppbyggingu innviða, m.a. í skóla- og íþróttamálum.
Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 16.49. Fundi var fram haldið kl. 17.05.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er rétt sem kemur fram í bókunum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vg að fjármál bæjarins standa traustum fótum og skuldir bæjarins halda áfram að lækka og bæjarbúum fjölgar. Fá sveitarfélög, ef nokkurt ,af stóru sveitafélögunum hefur lækkað skuldahlutfallið með sama hraða og Kópavogur og sýna góð kjör á lánamarkaði, eins og nýleg endurfjármögnun gefur dæmi um, hversu mikið traust er borið til fjárhagslegs styrks bæjarins.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

2.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Lögð fram til samþykktar menningarstefna Kópavogs. Lista- og menningarráð samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti á fundi þann 16. apríl sl. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi þann 22. apríl sl.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna nýrri menningarstefnu Kópavogs sem er metnaðarfull og framsækin. Ljóst er að ef markmið hennar eiga að nást þarf aukna fjárfestingu í málaflokknum. Í því samhengi ætti að huga að leiðum til að sækja tekjur utan sveitarfélagsins sem og á alþjóða vettvangi. Einnig þarf að vinna aðgerðaáætlun þar sem verkefnum er forgangsraðað og þau tímasett. Bæjarfulltrúar Samfylkingar hlakka til að taka þátt í efla menningu og listir í bænum, með nýja stefnu að vopni.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson"

Bæjarstjórn samþykkir menningarstefnu Kópavogs með 11 atkvæðum.

3.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar.

Frá fulltrúum Samfylkingar, lögð fram eftirfarandi tillaga um að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu. Einnig lögð fram greinargerð.
"Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og ráðgjöf í grunnskólum Kópavogs. Kópavogsbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar. Fræðslufulltrúar Samtakanna 78 haldi fræðslunámskeið fyrir alla starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna 78 án endurgjalds.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir"

Margét Friðriksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu á tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Í kjölfar tillögu sem fram kom í skólanefnd 20. apríl s.l. um hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs og vísað var til menntasviðs er hafin vinna á Menntasviði við öflun gagna og upplýsinga frá grunnskólum Kópavogsbæjarins um framkvæmd hinsegin fræðslu í skólunum. Ég geri það að tillögu að fundurinn vísi framkominni tillögu Samfylkingar til Menntasviðs til umsagnar.
Margrét Friðriksdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18.18. Fundi var fram haldið kl. 18.30.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Að við tillöguna bætist: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og vísar til menntasviðs til úrvinnslu.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18.37. Fundi var fram haldi kl. 19.12.

Margrét Friðriksdóttir dró til baka afgreiðslutillögu sína og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Samfylkingarinnar:
"Brott falli ?Kópavogsbær leitist við [...] án endurgjalds.? Í stað þess komi:
Menntasviði verði falið að vinna umsögn og koma með tillögur að útfærslu ásamt kostnaðaráætlun.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 19.14. Fundi var fram haldið kl. 19.20.

Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu fulltrúa meirihlutans með 11 atkvæðum.

Ólafur Þór Gunnarsson dró breytingartillögu sína til baka.

Hlé var gert á fundi kl. 19.23. Fundi var fram haldið kl. 19.24.

Forseti bar þá undir tillöguna svo breytta. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna svo breytta með 11 atkvæðum.

4.1505149 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 12. maí 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 30. apríl og 7. maí, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 16. og 30. apríl, félagsmálaráðs frá 20. apríl og 4. maí, forsætisnefndar frá 29. apríl og 7. maí, forvarna- og frístundanefndar frá 11., 22. og 29. apríl, íþróttaráðs frá 30. apríl, skipulagsnefndar frá 4. maí, skólanefndar frá 20. apríl og 4. maí, stjórnar Strætó frá 14. og 17. apríl og umhverfisnefndar frá 21. apríl.
Lagt fram.

5.1504022 - Bæjarráð, dags. 30. apríl 2015.

2773. fundur bæjarráðs í 20. liðum.
Lagt fram.

6.1504026 - Bæjarráð, dags. 7. maí 2015.

2774. fundur bæjarráðs í 42. liðum.
Lagt fram.

7.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram skipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Auðbrekku og drög að nýju deiliskipulagi. Skipulagnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Auðbrekku. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

8.1504499 - Austurkór 4. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 4 frá Gráhyrnu ehf., kt. 610415-0320. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 4 til umsækjanda, enda uppfyllir félagið reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gráhyrnu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

9.1504500 - Austurkór 6. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 6 frá Gráhyrnu ehf., kt. 610415-0320. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir félagið reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gráhyrnu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

10.1504048 - Álmakór 6. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. maí, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 6 frá Hauki Erni Steinarssyni, kt. 290579-5389 og Jóhönnu Gyðu Hjartardóttur, kt. 070481-5889. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Álmakór 6 til umsækjenda, enda uppfylla umsækjendur reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hauki Erni Steinarssyni og Jóhönnu Gyðu Hjartardóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

11.1409123 - Ásbraut 1 og 1a. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa að Ásbraut 1 og 1a um byggingarleyfi. Tillagan fór í grenndarkynningu og bárust athugasemdir frá íbúum nálægra húsa. Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

12.1504032 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa að Borgarholtsbraut 48, þar sem óskað er eftir að hús sem stendur á lóðinni verði rifið og þess í stað verði reist fjórbýli á tveimur hæðum. Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem framlögð tillaga samræmist ekki Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

13.1503332 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lagt fram að nýju erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa að Fróðaþingi 44, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Búið er að grenndarkynna tillöguna og engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

14.1504560 - Funahvarf 3/Breiðahvarf 4. Heiti á nýrri götu.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að nýju götuheiti fyrir Húsagötu A, sbr. nýtt deiliskipulag fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 24.03.2015. Skipulagsnefnd samþykkir að heiti á nýrri götu verði Faldarhvarf. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sex atkvæðum gegn einu. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að atkvæði með tillögunni greiddu Margrét Friðriksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Ólafur Þór Gunnarsson atkvæði en Karen Halldórsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ármann Kr. Ólafsson, Kristín Sævarsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

15.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að Hafnarbraut 12 um breytt deiliskipulag fjölbýlishúsa sem eiga að rísa á lóðinni. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16.1504769 - Hlíðarendi 13, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. apríl, lagt fram erindi Harðar Kristjánssonar, kt. 060651-4189, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að skila lóðinni Hlíðarenda 13. Lóðinni var úthlutað í nóvember en engin áform um byggingu á lóðinni hafa verið lögð fram. Ástæða þess að óskað er eftir að skila lóðinni eru breyttar aðstæður lóðarhafa. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Hlíðarenda 13 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

17.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram breytt tillaga Arkþings f.h. lóðarhafa að Hlíðarvegi 57 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu, ásamt umsögn, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

18.1409104 - Skemmuvegur 4, BYKO. Öryggi gangandi vegfarenda.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 4. maí, lagt fram erindi frá Smáragarði ehf. um gangbraut við Skemmuveg 2 og 4. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma á fundi sínum þann 21. apríl framlagða tillögu og vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

19.1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að Sunnubraut 30 vegna uppbyggingar á lóðinni. Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum og hafnar erindinu. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir höfnuðu erindinu en Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

20.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, ásamt erindi Hrafnkels Á. Proppé svæðisskipulagsstjóra. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 með áorðnum breytingum. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins ásamt umhverfisskýrslu á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006.

21.1502588 - Sæbólsbraut, bílastæði.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 22. apríl, lagt fram erindi frá lóðarhöfum að Sæbólsbraut vegna umferðarmála í götunni og lagt til að fjölga bílastæðum á umræddu svæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma á fundi sínum þann 21. apríl framlagða tillögu að fjölgun bílastæða í skipulagsferli fyrir sitt leyti og felur umhverfissviði að auka nýtingu bílastæðis við enda Sæbólsbrautar 1-29. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnra til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

22.1501299 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram tillaga Studio Strik f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Sæbólsbrautar 34 þar sem óskað er eftir að svalir nái út fyrir byggingarreit. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

23.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lagt fram að nýju erindi ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að Urðarhvarfi 4, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Skipulagsnefnd hafnar tillögunni þar sem óskað var eftir hækkun um tvær hæðir. Skipulagsnefnd samþykkti umsögn skipulags- og byggingardeildar þar sem komið er til móts við innsendar athugasasemdir og samþykkti því hækkun um eina hæð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu, en samþykkir hækkun um eina hæð.

24.1504561 - Vegtenging milli Vatnsendavegar og Kórsins. Heiti á nýrri götu.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að götuheiti nýrrar vegtengingar frá Vatnsendavegi að Kórnum. Skipulagsnefnd samþykkir að heiti götunnar verði Kórinn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að tillöguna samþykktu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Birkir Jón Jónsson en Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

25.1412507 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2015-2018. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða áætlun. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, um að verslun og þjónusta í Þverbrekku 8 verði breytt í íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd samþykkir að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Þverbrekka 8, verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1504014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 16. apríl 2015.

150. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

28.1504024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 30. apríl 2015.

151. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

29.1504016 - Félagsmálaráð, dags. 20. apríl 2015.

1390. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

30.1504029 - Félagsmálaráð, dags. 4. maí 2015.

1391. fundur félagsmálaráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

31.1504025 - Forsætisnefnd, dags. 29. apríl 2015.

46. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

32.1505003 - Forsætisnefnd, dags. 7. maí 2015.

47. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

33.1503007 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 11. mars 2015.

27. fundur forvarna- og frístundanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

34.1504017 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 22. apríl 2015.

28. fundur forvarna- og frístundanefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

35.1504021 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 29. apríl 2015.

29. fundur forvarna- og frístundanefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

36.1504018 - Íþróttaráð, dags. 30. apríl 2015.

47. fundur íþróttaráðs í 13. liðum.
Lagt fram.

37.1504011 - Skipulagsnefnd, dags. 4. maí 2015.

1258. fundur skipulagsnefndar í 25. liðum.
Lagt fram.

38.1504012 - Skólanefnd, dags. 20. apríl 2015.

85. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

39.1504028 - Skólanefnd, dags. 4. maí 2015.

86. fundur skólanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

40.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 14. apríl 2015.

216. fundur stjórnar Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

41.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 17. apríl 2015.

217. fundur stjórnar Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

42.1503022 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 21. apríl 2015.

64. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 18. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.